Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 27
HEYVERKUNARRANNSÓKNIR
Bjarni Guðmundsson
Hér verður gerð grein fyrir nokkrum verkefnum á sviði heyverkunarrannsókna, sem unnið
var að á árinu 1992. Sem fyrr var náin samvinna höfð með Hvanneyrarskóla (búvfsindadeiid)
og Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um mörg þessara verkefna.
Umfangsmestu verkefnin voru sem fyrr samtengdar tilraunir en í þeim er ferli heysins fyigt
frá slætti til gjafa.
A. Framhald tilrauna 1991
Ahrif þurrkstigs á fóörunarvirði heys í rúllum
SAUÐFÉ. Tilraunin hófst sumarið 1991 og á hún að standa í tvö framleiðsluár. Gerður er
eftirfarandi samanburður
a: lítið eitt forþurrkað hey (30-40% þurrefni)
b: mjög forþurrkað hey (50-60% þurrefni).
Fylgst er með verkun heysins frá slætti til gjafa. Árangur tilraunarinnar er annars vegar
metinn með verkun heysins en hins vegar með fóðrun sauðfjár á því. Reynt var að velja
grasgerð og sláttutfma (þroskastig) með hliðsjón af fóðurþörfum fjárins á ýmsum tímum
innistöðu. Æmar voru fóðraðar f tvennu lagi: Annars vegar var um að ræða 2 x 56 ær sem
fengu fyrri sláttar hey (a og b), en hins vegar 2 x 36 ær sem fengu há (a og b). Fóðrun var
skipt þannig að fram yfir fengitíð fékk hvor tilraunahópur sitt hey en síðan sömu heyfóðrun
(þurrhey) fram í aprílbyrjun að aftur var skipt yfir á tilraunaheyið.
Heyið verkaðist ágætlega og sáralítið gekk úr þvf er að fóðrun kom. Æmar fóðmðust
prýðilega. Tilraunaárin bæði, 1990-91 og 1991-92, verða gerð upp íeinu lagi, og því verður
ekki frekar fjallað um tilraunina að svo stöddu.
MJÓLKURKÝR. Tilraun þessi er sama eðlis og fyrmefnd tilraun en árangur metinn með
fóðmn mjólkurkúa. Borið var saman tvenns konar hey verkað f rúllum
a: lítið eitt forþurrkað hey (um 30% þurrefni)
b: mjög forþurrkað hey (um 45% þurrefni).
Tveir 5 kúa hópar vom fóðraðir á heyinu í alls 11 vikur. Auk tilraunaheysins, sem kýmar
fengu að vild, fengu þær kjamfóður miðað við nyt og 2,5 kg af þunbeyi á dag. Kúm var raðað
þannig í hópa að hver átti jafningja í hinum hópnum, hvað snerti nyt, þunga, aldur og
20