Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 62
24. júlí. Kartöflugrasið féll í frosti aðfaranótt 3. september.
Eins og jafnan í vondu árferði jók gróðurhlíf, í þessu tilfelli trefjadúkur,
uppskeruna verulega. Þurrefnismagnið í kartöflum sem ræktaðar voru undir dúk
var töluvert meira en í kartöflum sem ræktaðar voru á bersvæði. Það virðist
vera unnt að nota Lailu sem fljótvaxið afbrigði.
2. tafla. Spretta á kartöflugrösum.
Þungi á kartöflugrösum, kg á 1 m2 af þurrefni.
10. ágúst 20. ágöst 31. ágúst
Á bersvæði Rauðar íslenskar 0,10 0,10 0,12
Laila 0,08 0,08 0,08
Undir trefjadúk Rauðar íslenskar 0,17 0,08 1,32
Laila 1,67 1,27 1,33
Kartöflugrasið var vigtað, þurrkað og efnagreint ásamt kartöflunum. Efnamagnið er ákveðið til að unnt sé að reikna út upptöku næringarefna.
Kartöfluafbrigði ræktuð á bersvæði. Ath. XV - 92
3. tafla. Uppskera af kartöfluafbrigðum.
Afbrigði Uppskera alls Markaðskartöflur Smælki
kg/rrf kg/nf %
Jötunn 1,24 1,17 5
Laila 1,84 1,71 7
Óttar 1,33 1,11 17
Rauðar íslenskar 1,87 1,14 39
Kartöflumar voru ræktaðar á bersvæði. Athugun á hverju afbrigði var
aðeins gerð á einum reit. Stærð reita, áburður og dagsetning niðursetningar var
eins og í athugun 11-92. Tekið var upp 10. september og voru því vaxtardagar
91.
53