Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 63
B. Ræktun káltegunda
Sykrur, nítrat og C-vítamín í hvítkáli. Nr. 1-92
4. tafla. Uppskera af hvítkáli
Fjöldi vaxtardaga 5 g N/m2 Hvítkál kg/m2 15 g N/m2 25 g N/m2
83 1,10 1,36 1,22
90 1,02 1,64 1,28
Meðaltal: 1,06 1,50 1,26
Meðálþyngd á kálhöfði: 286 g 403 g 336 g
Markmiðið með tilrauninni er að mæla sykur, nítrat og C-vítamín í matjurtum
sem ræktaðar eru og uppskomar við mismunandi aðstæður.
Hvítkálið var gróðursett 4. juní í frjóan jarðveg innan skjólbelta. Uppeldi í
gróðurhúsi tók 36 daga. Plöntumar vom þá komnar með einkenni um
áburðarskort. Fyrstu dagana eftir gróðursetningu var frekar slæmt veður, mikið
rok og vatnsveður sem gerði það að verkum að blöð brotnuðu og plöntumar
lögðust. Um miðjan júní gerðu rjúpur sér ferð í tilraunareitina og nörtuðu í
kálið. Komið var í veg fyrir frekari heimsóknir tjúpnanna með girðingum úr
laxaneti. Þann 24. júní kom haglél.
Grannáburður á 1 m2: 6 g P, 15 g K og 0,2 g B. Köfnunarefnisáburðurinn var
Magni 2. Þann 26. júní var Basudin 10 dreift í kringum plöntumar til að verjast
kálmaðki. Hvítkálsstofninn var Erma Fl, frá R.Z. Stofninn var of seinvaxinn í
því árferði sem var sumarið 1992.
Fyrri uppskeradaginn, þann 26. ágúst, var heiðskírt veður kl. 7 þegar uppskorið
var í fyrra skiptið. Þá mældist hitinn vera 10°C, en hann hafði farið niður í -
0,5°C um nóttina. Þegar uppskorið var kl. 14 sama dag var enn heiðskírt, hitinn
kominn í 11°C og svolítil gola.
Seinni uppskeradaginn, þann 2. september kl. 7 var léttskýjað, andvari og 13°C.
Hitinn hafði farið niður fyrir frostmark um nóttina. Kl. 14 var sólarglæta, NA
gola og um 12°C hiti.
Þessi tilraun er hluti af verkefni vegna aðalritgerðar Ásdísar Helgu Bjamadóttur
í Búvísindadeild og eru útreikningamir gerðir af henni.
54