Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 6

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 6
4 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR var í kringum 1963 nokkuð tekið að bera á kvörtunum neytenda um ófullnægjandi bragð- og geymslugæði kartaflnanna. Því var hlutföllum áburðarins breytt lítillega árið 1963. Til þessara breytinga lágu ýmsar rök- serndir. Köfnunarefnið var það áburðar- efni, sem talið var geta haft einna neikvæð- ust áhrif á bragð- og geymslugæði. Því þótti rétt að minnka hlutdeild þess lítils háttar í blandaða áburðinum, og þá því fremur sem tröllamjöl var rnikið notað til eyðing- ar á arfa. Enn fremur var talið óhætt að minnka hlutdeild kaliums í áburðinunt lítillega, þar sem íslenzkur jarðvegur hafði jafnan verið talinn tiltölulega mjög kalíum-auðugur. Átti þetta ekki sízt við helztu kartöflurækt- unarsvæðin. Þá var enn fremur orðið ljóst úr fjölmörgum grasræktartilraunum, að jarðvegur hér á landi er yiirleitt mjög fos- fórsnauður. Þess vegna var talið æskilegt að auka fosfórinnihald áburðarins nokkuð, sérstak- lega þar sem talið var, að fosfór hefði bæt- andi áhrif á rótarvöxt og gæti að einhverju leyti dregið úr neikvæðum áhrifum köln- unarefnis á þroska plantnanna og sjálfrar kartöflunnar. Ef til vill má segja, að þessar breytingar á hlutföllum tilbúna áburðarins hafi nteira verið reistar á fræðikenningum en raun- verulegum innlendum tilraunum. Ástæðan fyrir því er sú, að í engum tilraunum, sem hér hafa verið gerðar varðandi áburðar- notkun við ræktun kartaflna, hefur bein- línis verið leitað eftir, í hvaða hlutföllum hin einstöku áburðarefni skuli vera. Flestar áburðartilraunir á sviði kartöflu- ræktunarinnar liafa í fyrsta lagi beinzt að notkun búfjáráburðar ásamt vaxandi magni köfnunarefnis, í öðru lagi að notk- un vaxandi magns þess blandaða áburðar, sem hér liefur verið á boðstólum hverju sinni og í þriðja lagi að notkun ákveðins magns af alhliða blönduðum áburði að við- bættum aukaskömmtum af köfnunarefni. Aldrei virðist hins vegar hafa verið leitað beinlínis eftir hæfilegum hlutföllum milli aðalnæringarefnanna, þ. e. milli köfnunar- efnis, fosfórs og kalís. Því var það árið 1964, að hafizt var handa um að gera áburðartilraunir við ræktun kartaflna gagngert með það í huga að leita eftir æskilegum hlutföllum milli köfnunarefnis, fosfórs og kalís. Var þetta miklu umfangsmeiri áburðartilraun en áður hafði verið gerð hér. Tilraunin hefur verið gerð á tveimur stöðum, á Korpúlfsstöðum í þrjú ár og í Þykkvabæ í fjögur ár. LÝSING STAÐHÁTTA Á Korpúlfsstöðum var tilraunin á svo til sama stað öll árin. Jarðvegur þar er frekar leirborinn og þéttur. Fjórum árum áður en tilraunin hófst höfðu verið ristar þökur af landinu, sem var gamalt tún, því bylt, en staðið opið síðan. I Þykkvabæ var tilraunin hins vegar flutt úr stað á hverju ári, en þó alltaf verið í hreinum og heldur grófum sandjarðvegi, sem allsráðandi er í vesturhluta hverfisins. Árið 1964 var tilrauninni valinn staður á skurðbakka. Landið var þurrt, grófsend- ið og nokkuð vikurblandað og hafði ekki verið ræktað fyrr. Engin lífræn efni voru í jarðveginum. Árið 1965 var tilraunin á töluvert rakara landi, en grófsendnu og vikurblönduðu sem fyrr. Þarna var sæmilega gróið, og því lítils háttar af lífrænum efnum í jarðveg- inum. Árið 1966 var svipað land notað undir tilraunina, en þó miklu jafnara að öllu leyti. Sem fyrr hafði landið ekki verið rækt- að áður. Árið 1967 var tilraunin hins vegar gerð í garðlandi, sem notað hafði verið í þrjú ár á undan. Virtist það svipað að gæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.