Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 37

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 37
LANDGRÆÐSLUTILRAUN Á SPRENGISANDI 35 lit, sendinn, árframburður og foksandur, blandaður hægrotnandi lífrænum efnum. Gróðurleysið og hinar víðlendu auðnir ein- kenna þetta svæði. Svartur sandur og mel- ar blasa við svo langt sem augað eygir. Um svæðið renna kvíslar og ár, og víða eru pollar, tjarnir og stærri vötn. Á miðjum Sprengisandi er t. d. talsvert af vötnum, en í miklum þurrkatímum á sumrin minnka þau og þorna upp og hverfa sum með öllu. Sprengisandur er að mestu vatnasvæði Þjórsár, og þar eru efstu upptök árinnar. Vetrarkuldar eru þarna rniklir. Er meðal- hiti í janúar — 6° til — 9° C, og fer frost seint úr jörðu. Leysingarvatn stendur því lengi i melunum fram eftir sumri, en þeg- ar klaki er horfinn, hripar vatnið niður um gljúpan ruðninginn, yfirborðið þorn- ar, og sandur losnar og fýkur. Sumarhiti getur orðið talsverður, jregar sólar nýtur, og þá hitnar hinn dökki sandur og upp- gufun eykst. Meðalliiti í júlí er milli 5° og 7° C. Úrkoma á sunnanverðum Sprengisandi er í meira lagi (1000—1200 mm), en á norð- anverðum sandinum er þurrara, þar sem Vatnajökull skýlir fyrir úrkomu úr suð- austri (Markús Á. Einarsson 1970). Staðviðri eru þar meiri en gerist við ströndina og minna um vetrarumhleyp- inga. Elvassviðri eru þó oft feiknaleg, og steinar og klappir bera þess merki, að allt er fægt og rákað eftir sandblástur. Erfitt er að fullyrða, hve mikill gróður liafi hulið svæðið að ísöld lokinni, en trú- lega hefur svæðið verið ógróið við land- nám. Fjallvegurinn Gásasandur (eða Sand ur) er þekktur úr fornsögum (Njáls saga, Hrafnkels saga), og á miðöldum er Sprengisands oft getið og þá jafnframt oft lýst gróðuríari hans. Á svæðinu eru engar skógarleifar né örnefni, er bent gætu til þess, að áður hafi þar verið skógur eða víðlendari gróðursvæði en nú finnast þar, og uppblástur er ekki svipaður því, sem sést á Kili. Hafi þetta land einhvern tíma blásið upp, er það löngu orðið örfoka og hefur jafnvel orðið það löngu fyrir land- nám. Samfelldan gróður er aðeins að finna þar, sem staða jarðvatns liggur hátt, við kvíslar jökulsánna og í krögum kringum tjarnir og polla. Holtamannaafréttur er mjög hrjóstrugur. Helztu samfelldu gróðursvæðin eru Hesta- torfa sunnan í Búðarhálsi, Klifshagavellir við Köldukvísl, Illugaver norðan við Sauða- fell, Sóleyjarhöfði úti við Þjórsá, Þúfuver og fjöldi smávera, sem eru við Þúfuvers- kvísl og aðrar ár og lænur, er falla að aust- an í Þjórsá. Efst liggja Evvindarkofaver og Háumýrar gegn Arnarfelli, og eru þar helzti samfelldi gróðurinn sunnan Sprengi- sands. Austanvert við sandinn er Nýidalur í Tungnafellsjökli með allfjölbreyttum fjallagróðri og sæmilegum hrossahaga og Tómasarhagi, sem er snögg mosaþemba með svolitlum víðigróðri, stinnastör og hálmgresi. Norðaustan við Sprengisand er Hnjúkaflá, og við Laugakvísl er þroska- mikill, en tegundafár gróður, sem vex þar við laugarylinn. Enn vestar eru starar- og fífukragar í kringum svonefnda Polla. Þar eru og stórvaxnar „rústir“, freðmýrarhrauk- ar, með upphöfnum moldarflögum vöxn- um fjallagrösum (Steindór Steindórsson 1938, Páll A. Pálsson 1962). Við Kiðagil, í hinurn sögufræga áfangastað, eru svo efstu grös norðaustan Sprengisands. Þessi einstöku gróðursvæði liggja í út- jöðrum auðnarinnar og eru lítil að flatar- máli, miðað við sjálian sandinn. Cróður þeirra er uppskerurýr, fremur einhæfur og gisinn, en utan gróðursvæðanna er óslitin eyðimörk, svo að skiptir tugum kílómetra á milli hagavinjanna. Enda þótt auðnin á Sprengisandi og Holtamannaafrétti sé dauðaleg, er hún þó ekki alveg gróðursnauð. Skófir sjást þar á steinum og mosi við lænur, þar sem raki er nægur, og toppar af mela- og háfjalla- plöntum finnast þar á stangli. I.ýsing á tegundum einstakra svæða er einkum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.