Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 27

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 27
VATNSLEYSANLEGAR SYKRUR í GRASI 25 HEY HKG/HA 90]-------- 500 10 TONN KALK/HA Mynd 4. Áhrif kölkunar á uppskeru og magn vatnsleysanlegra sykra af hektara. © Tilraun 20—56, Reykhólum, með vax- andi magn af áburðarkalki. Ox Tilraun 93—60, Reykhólum. O Skeljakalk. X Áburðarkalk. Fig. 4. Effect of liming of peat soil on yield of hay and watersoluble carbohydrates. Reyk- hólar, NW-Iceland. @ Increasing amounts of lime. O Ground sliells. X Agricultural lime. í tilraun 93—60 kemur ekki i'ram aukn- ing í sykrusöfnun, þegar litið er á heildar- uppskeru af vatnsleysanlegum sykrum, tafla 2. Þessi mótsögn, sem virðist vera nrilli tilrauna, skýrist e. t. v. í línuritinu (mynd 4). Lægstu kalkskammtarnir auka ekki sykrusöfnun, en 8—12 tonn/ha af kalki hafa aukið sykrusöfnun talsvert. Fosfór og kalí hafa í meginatriðum svip- uð áhrif á magn vatnsleysanlegra sykra í þurrefni (mynd 5). Munurinn er sá, að sykrur safnast fyrir með vaxandi kalígjöf, þar til hámarksuppskeru er náð, en með vaxandi fosfórgjöf safnast sykrur fyrir, þar til miðlungsvexti er náð, en úr því minnk- ar sykrumagn í þurrefni með fosfórgjöf, þó að sprettan sé enn vaxandi. I töflu 3 eru niðurstöður úr tilraun á sandatúni á Rangárvöllum, tilraun 3—59 Sámsstöðum. í sandagrasinu er miklu minna af sykrum en í vallarfoxgrasinu af mýratúninu á Hvanneyri, sem að framan er getið (línu- rit, mynd 5). Sykruforðinn í sandagrasinu er í lágmarki og áhrif fosfórs á forðann því ekki glögg. Samanburður á breyting- um á sykrumagni með uppskeru árin 1966 og 1967 (línurit, mynd 5) leiðir í Ijós, að breytingarnar eru mun minni árið 1967, en þá er spretta allt að helmingi meiri og sykrumagn í þurrefni miklu minna en árið áður. Uppskerulínuritin, mynd 6 og 7, geía til kynna, að sykrusöfnun nái hámarki við lægri fosfór og kalískammta en sprettan, einnig þegar miðað er við uppskeru af hektara. Grassýnishorn af kalksaltpétursreitum reyndust með hlutfallslega minna magni af vatnsleysanlegum sykrum en sýnishorn af kjarnareitum, tafla 4. Sykruuppskera var einnig minni af kalksaltpétursreitun- um. í samanburðartilrauninni, línurit 1, er sykrumagn í þurrefni meira eftir 60 N í kjarna í fyrra slætti en eftir 60 N í kalk- saltpétri eða 1 kjarna með kalki. Einnig er sykrumagn í há meira eftir 180—240 N í kjarna en eftir sömu köfnunarefnisgjöf í kalksaltpétri. Þar er, eins og áður greinir, munurinn á sykrumagni í grasi óraunhæf- ur eftir kjarna annars vegar og kalksalt- pétur eða kjarna og kalk hins vegar, þegar magnið er 120—150 kg/ha N. Línurit 2 sýnir, að áhrif af köfnunar- efni og kalsíum á sykrumagni í þurrefni eru sprettuáhrif, það er nýting sykruforð- ans til vaxtar sem þessi efni gefa. Áburðar- tíminn reyndist ekki liafa mikil áhrif á sykrumagnið, tafla 4. Við fyrstu tvo áburð- artímana er heyuppskera svipuð og sykru- magn þá hærra eftir fyrri áburðartímana; við þriðja áburðartímann er heyuppskera minnst, en hlutfallslegt sykrumagn einna hæst. í töflu 5 er samanburður á sykrumagni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.