Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 41

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Page 41
LANDGRÆÐSLUTILRAUN Á SPRENGISANDI 39 N S Mynd 3. Skipulag mælingastaða í gróðurreit. Fig. 3. Plan of the growthestablishment plot with points of soil surface measurements. norðaustan við O og svipuðu gegnir um hina. Teinn NN var settur 10 m utan við reitinn og norðan við N. Á hverjum þess- ara átta radíusa, sem afmarkast af O og teini á ferli hringsins, eru fimm mælistaðir. Þeir eru í fjarlægðinni 723, 1398, 1768, 2073 og 2393 cm lrá O. Skammt frá hverjum reit er bolti festur í klöpp eða stóran stein. Hæðir mælistað- anna voru miðaðar við yfirborð boltans. Við mælinguna var hafður skór á stönginni — einnig þegar mælt var á boltann — og var hann um 15 cm í þvermál. Mælingin var gerð með fallmælitæki Ni2, sem stillt var upp yfir O. Ef boltinn var ekki fast við reitinn, var rekinn niður hæll við reit- inn og hæð hans, miðuð við boltann, mæld sérstaklega (Mynd 3). Auk framanskráðra hringreita voru af- markaðir ferhyrndir reitir 5 X m við Svartá og Eyvindarkofaver og í þá sáð tún- vingulsfræi, sem svarar til 30 kg á hektara, en innan þess svæðis var auk þess sáð fræi af hvítsmára (10 kg/ha) og Alaska lúpínu (100 kg/ha) í 10 m2 reiti með þremur end- urtekningum. Gróðurfar í reitunum var mælt með punktamælingum á hverju sumri síðan 1967. Var það gert á þann hátt, að mældir voru 1000 punktar með 10 cm millibili í

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.