Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 8

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 8
6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR tilrauna á Korpúlfsstöðum. En í Þykkvabæ var hins vegar ákveðið að auka fosfór- og köfnunarefnismagnið nokkuð, jafnframt [iví sem fosfór- og köfnunarefnislausir liðir voru felldir niður. Árið 1967 var ákveðið að sannreyna í Þykkvabæ þá tilraunaliði (áburðar- skammta), sem beztan árangur höfðu gel- ið áður. Jafnframt voru þeir kalí-liðir, sem minnstu máli þóttu skipta, felldir niður. Þá var enn frentur minnkað fosfórmagnið, svo að það varð hið sama og árið 1965. Ekki þótti samt ástæða til að halda tilraun- inni áfram á Korpúlfsstöðum, þar sem sýnt þótti, að ekki mundu frekari upplýsingar fást þar, sem máli skipta í þessu sambandi. Arfi var nokkur á hverju ári í tilraun- inni á Korpúlfsstöðum, og var honum eytt með „Stam“ samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda. í Þykkvabæ bar aðeins á arfa árið 1966. Var honum eytt með trölla- mjöli til samræmis við það, sem kartöflu- ræktendur þar gerðu. Þetta jók að sjálf- sögðu magn köfnunarefnis í tilrauninni það árið. Stœrð tilraunareitanna, þ. e. fjöldi kart- aflna í hverjum reit, var ætíð hin sama á Korpúlfsstöðum eða 15 niðursettar kartöfl- ur í hverjum reit. Svo var einnig í Þykkva- bæ árin 1964 og 1965. Við upptöku að hausti var fjöldi kartöflugrasanna talinn og heildaruppskera hvers reits vegin. Hún var síðan umreiknuð sem uppskera eftir 15 grös, ef færri höfðu verið upptekin, vegna þess að ætíð misfórst eitthvað af grösunum, m. a. nokkur úr stöngulsýki, að því er talið var. Árið 1966 voru settar 35 kartöflur í hvern reit í Þykkvabæ, en upptekin grös voru 15. Árið 1967 voru settar 25 kartöflur í hvern reit, og heildaruppskera hvers reits vegin, eftir að fjöldi grasanna hafði verið talinn. Til samræmis við niðurstöðu fyrri ára var uppskeran síðan umreiknuð sem uppskera eftir 15 grös í reit. Sáðbil var ætíð 60 cm milli raða og 30 cm milli kartaflna í hverri röð. Útsœði, sem notað var, voru „Rauðar ís- lenzkar" (Ólafsrauðar), stofnútsæði A, nerna árið 1967 var notað stofnútsæði B. Útsæði þetta reyndist jafnan mjög mis- jafnt að stærð og gæðum og ekki alveg laust við sjúkdóm. Miklu minna bar þó á sjúkdómum í tilrauninni á Korpúlfsstöð- um en í Þykkvabæ, og kann það að stafa af mismunandi skilyrðum (hitastigi) í jarð- veginum. Það var öll árin keypt frá Græn- metisverzlun landbúnaðarins. Áburðartegundir í tilrauninni voru brennisteinssúrt ammóníak, brennisteins- súrt kalí og þrífosfat. Kalíi og þrífosfati var venjulega dreift, áður en sett var nið- ur, en köfnunarefninu var hins vegar dreift yfir kartöfluraðirnar að niðursetn- ingu lokinni. TILRAUNANIÐURSTÖÐUR Þykkvibcer. Upphafsár tilraunarinnar, árið 1964, eyðilagðist tilraunin að mestu. Ástæðan var sú, að of grunnt var sett í sandinn, svo að spírur sviðnuðu á mörgum kartöflum. Vantaði því mikið á, að öll grös kærnu upp. Þessi sviðnun var af staðkunnugum mönnum talin stafa af því, að á sólríkum dögum verður sandurinn mjög heitur og því nauðsynlegt að setja kartöflurnar nær allt að helmingi dýpra niður en í flestum öðrum jarðvegi. Uppskera varð þess vegna hverfandi lítil og minnkandi með auknu magni köfnunarefnis. Þetta bendir til, að kartöfluspírurnar hafi frekar sviðnað með auknum köfnunarefnisáburði. Hins vegar voru ekki séð með neinu öryggi áhrif kalís eða þrífosfats á uppskeruna. Árið 1965 þótti því rétt vegna fenginnar reynslu að minnka áburðarmagnið nokk- uð, og átti þetta bæði við köfnunarefnis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.