Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 21

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 21
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1970 2,2: 19-33 Vatnsleysanlegar sykrur í grasi Friðrik Pálmason Rannsóknastofnun landbúnaðarins Yfirlit. Vatnsleysanlegar sykrur voru mældar í grassýnishornum úr áburðartilraunum, sláttutímatilraun og úr tilraun, þar sem borið var saman vallarfoxgras og túnvingull. Sykrur, próteín og blaðgræna var mælt í misjafnlega verkuðum töðusýnishornum. Sykrumagn í há er um helmingi meira en í fyrra slætti. Sykrumagn er minna í síð- slegnu en í snemmslegnu fyrri siáttar grasi. Sykrumagn fer að aukast í hánni í septemberbyrjun. Fosfór og kalí stuðia að sykrusöfnun, en sykrusöfnunin nær hámarki við lægri fosfór og kalískammta en þarf til þess að tryggja hámarkssprettu. Við köfn- unarefnisskort safnast fyrir vatnsleysanlegar sykrur, og köfnunarefni umfram sprettu- þörf dregur úr sykrusöfnun í hánni. Kalkgjöf í rikum mæli, 8 og 12 tonn á hektara, reyndist auka sykrumagn af hektara. Kalksaltpétur, sem gaf sprettuaukningu miðað við kalksnauðan áburð, dró úr magni vatnsleysanlegra sykra í þurrefni. Tiltölulega lítið reyndist af vatnsleysanlegum sykrum og blaðgrænu í illa verkuðu heyi. Sykrumagn grasanna er á margan hátt mikilvægur eiginleiki, sem vert er að rann- saka náið. Orkuíorði grasa úr tempraða beltinu er að mestu vatnsleysanlegar sykr- ur, nema í þroskuðum grasfræjum, þar er sterkja aðalorkuforðinn (Smith 1967). Vatnsleysanlegar sykrur eru auðnýttur orkugjafi og fóðurgildi að rniklu leyti háð magni sykra. Góð vorheysverkun er eintiig undir því komin, að sykrumagn sé nægi- legt. Spretta að vori til og eftir slátt eða beit er háð sykrumagni í rótum, þangað til að blaðflötur er orðinn nægilegur til þess að sjá fyrir sykruþörf vaxandi jurtar. Ihjlker- son (1967) mældi lækkun í sykruforða lús- ernurótar í vaxtarbyrjun, þar til blaðvöxt- ur var orðinn nægur. Síðan varð aukning í sykruforða fram til blómgunar. Eftir slátt urðu sarns konar breytingar á sykrumagni á fimm vikum. Vetrarkal reyndist fylgja lágu sykrumagni að hausti. Reynolds (1969) mældi sykruforða í ax- hnoðapunti í nýrækt við Tennesseeháskól- ann. Sykruforðinn, miðað við prósentu í þurrefni, minnkaði, um leið og spretta byrjaði í marz, og náði lágmarki í byrjun apríl, þegar spretta var orðin mjög ör. Síð- an jókst sykruprósentan fram að fyrsta slætti, en féll eitir livern slátt. Síðasti slátt- ur var um mánaðamótin september—októ- ber, en úr því jókst sykrumagnið fram í nóvember. Sykruforðinn var mældur með ákvörðun á frúktósa, bæði þeim, sem finnst sem slíkur, í frúktósakeðjum, og í reyrsykri. Smith og Silva (1969) sýndu í tilraunum fram á, að sykruforðinn í lúsernu er að mestu notaður í endurvöxt, en aðeins að litlu leyti í rótarröndum. Hitastig hefur áhrif á söfnun sykruforða í grösum. Sykrusöfnun er meiri við lágan hita en háan (Smith 1969). Kell o. fl. (1969) ræktuðu vallarfoxgras við eftirtalin dags/næturhitastig: 13/7, 18/13, 30/18,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.