Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 13

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 13
RÆKTUN KARTAFLNA 11 vart minni áburðarskömmtum. Sé þetta Jullnægjandi skýring varðandi frávik stærsta áburðarskannntsins miðað við fyrri ár, virðist sem uppskerulínurit minni áburðarskammtanna ættu að koma fram á svipaðan liátt. Svo er þó ekki, og því verð- ur þetta ekki skýrt til fullnustu hér. Korpúlfsstaðir. Upphafsár tilraunarinnar, árið 1964, fór tilraunin mjög illa í arfa, jafnframt því sem kartöflugras féll mjög snemma, eða 2- —3. ágúst, af völdum næturfrosta. Þó urðu Ijós við upptöku greinileg jákvæð áhrif fosfóráburðarins, og aðeins vottaði fyrir áhrifum af kalí. Greinileg jákvæð áhrif fengust líka fyrir köfnunarefni, þannig þó, að mest fékkst fyrir minnsta skammt þess. Árið 1965 fylgdi uppskeran sömu megin- dráttum og fram komu árið áður. Fosfór- áburður hafði mjög mikil jákvæð áhrif og einnig minnsti skammtur köfnunarefnis. Samáhrif fosfórs og köfnunarefnis voru mjög greinileg, enda þótt engin viðbótar- uppskera hafi fengizt við stærri köfnunar- efnisskammtana. Nokkur en jöfn aukning uppskeru fékkst líka fyrir kaliskammtana. Oll eru þessi áhrif raunhæf (> 95%) og ótvíræð. Niðurstaða ársins 1966 varð mjög á sama veg, enda þótt uppskeran í heild sinni yrði töluvert minni en árið á undan. Komu því engin ný atriði fram til íhugunar af þeinr sökum. Uppskerutölur frá Korpúlfsstöðum, er sýna bæði samáhrif fosfórs og köfnunar- efnis og tölur varðandi áhrif einstakra áburðarefna á uppskeru án tillits til ann- arra áburðarefna, eru skráðar í töflum 3 og 4. UPPSKERUMAGN Áhrif áburðarins á uppskerumagnið eru eðlilega mjög breytileg eftir árferði. Hita- TAFLA 4 - TABLE 4 Áhrif kalís á uppskeru að Korpi'dfsstöðuni. Grömm á 15 kartöllugrös Influence of potash (K20) in kg/ha on yield of potatoes at Korpúlfsstadir in 1964 —1966. Grams per 15 plants Ár 1964 1965 1966 kg KoO 0 566 3948 3116 150 576 4199 3367 250 621 4279 3505 350 656 4454 3726 stig ræður að líkindum þar langmestu um og þá ef til vill fyrst og fremst sem hita- stig jarðvegsins að vori annars vegar og hins vegar síðla sumars, er næturfrost vofa ætíð yfir. Þetta kemur t. d. skýrt fram í Þykkvabæ, þegar bornar eru saman niður- stöður ársins 1965 við árin 1966 og 1967 á myndum nr. 4 og 5. Á þeirn myndum eru sýnd áhrif köfnunarefnis án tillits til annarra áburðarefna (mynd 4) og áhrif fosfórs án tillits til annarra áburðarefna (mynd 5). Rétt er að taka fram, að hin litla upp- skera ársins 1964 í Þykkvabæ er ekki sam- bærileg við niðurstöður hinna áranna vegna mistaka, sem áður er getið, við fram- kvæmd tilraunarinnar. Á Korpúlfsstöðum koma Iram sams kon- ar tíðarfarsáhrif og í Þykkvabæ. Þau eru þó ef til vill enn skýrari, með því að nætur- frost eyðilagði snemma alla möguleika til uppskeru árið 1964, eins og sjá má á mynd- um 6 og 7. Þessar samanburðarmyndir benda til, að í flestum árum muni 200—250 kg N/ha vera nægilegt magn köfnunarefnis til að ná hámarksuppskeru í Þykkvabæ (mynd 4). Á Korpúlfsstöðum er hægt að komast af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.