Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 43

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Blaðsíða 43
landgræðslutilraun á sprengisandi 41 Mynd 5. Gróðurkragi er aðeins, þar sem rak- ans nýtur við. Onnur svæði þorna um of, af því að vatnið hripar niður um gljúpan sandinn. Þar er þurrkaeyðimörk yfir vaxtartíma jurta. Fig. 5. The precipitaiion seeps through the porous sand and during the growing season the plants have not acess to water except on the border of springs and rivulets. The rest of the area becomes a dry desert. unum, en ekki vinnandi vegur að greina þær til tegunda. Sandfok virtist hafa gjör- eyðilagt sáninguna við Tungnaárkrók og Fjórðungsvatn og var því hætt að bera á þá reiti strax á öðru ári. Farið var að bera á reitinn við Fjórðungsvatn aftur sumarið 1967, þegar í ljós kom, að gróður í reitnum var þéttari og áberandi vöxtulegri en utan hans. Var borið á hann eftir það. Sáning í hinum reitunum mun að mestu hafa mistekizt. Vegna einangrunar hefur ekki verið unnt að vitja reitanna nema einu sinni á ári, og liggur ekki ljóst fyrir, hvort heldur fræið spíraði illa eða óblíð veður urðu nýgræðingnum að aldurtila. Hula túnvinguls var 3—15% fyrstu árin el'tir sáninguna, en fór smáþverrandi, unz hann var algjörlega horfinn sumarið 1968. Aftur á móti urðu miklar framfarir á þeim gróðri, sem fyrir var, og hefur hann stöð- ugt verið að þéttast. Á hverju ári deyja að hluta hinar skamm- lífu blómplöntur, svo sem melanóra og mel- skriðnablóm, en einnig virtust einstakling- ar langlífari tegunda týna tölunni. Kal í grösum var sérstaklega áberandi sumarið 1968. Gróðurhula hefði stórlega minnkað það árið, ef hinum einæru blómplöntum hefði ekki samtímis fjölgað til mikilla muna. Árið eftir fjölgaði grösum á ný, en blómplöntum fækkaði aftur að sama skapi. Þessi sveifla blómplantnanna verður ekki skýrð nema að litlu leyti með breytingum á vaxtarrými vegna kals og síðan endur- græðslu grasa. Líklegra er þó, að veðurfar um fræsetu og spírunartímann hafi ráðið þar mestu um. Til samanburðar má geta þess, að svipuð sveifla í fjölgun einærra jurta (t. d. arfa og varpasveifgrass) fylgir oftast kalárum í lágsveitum. Til þess að gera sér grein fyrir, hversu mikið kalið var veturinn 1967—68 voru dauðar jurtir tald- ar með við gróðurmælingar, og hefur því verið haldið áfram síðan. Ekki má skoða tíðni dauðra jurta við hverja mælingu sem marktækar upplýsingar um kal á undan- förnum vetri, því að ógerlegt var að greina hverju sinni, hvort jurtaleifarnar væru frá liðnum vetri eða eldri. Það vekur nokkra furðu, hve einstakar tegundir bregðast mismunandi við áburð- argjöf í hinum ýmsu reitum. í reitunum við Tómasarhaga er fjallapuntur lang- algengasta tegundin, og auk þess er hann eina grastegundin, sem svo mikið er af við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.