Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Side 38

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1970, Side 38
Mynd 1. Kort af miðhálendinu sunnan jökla, er sýnir staðsetningu uppgræðslureita á Sprengi- sandi og við Sprengisandsleið á Holtamannaafrétti. Fig. 1. The south-central district of Iceland showing the part of the desert with the experi- mental sites. finna í grein Stefáns Stefánssonar skóla- meistara um gróður á Sprengisandi (Bruun 1902). En hann segir, að hinar allra harð- gerðustu fjallategundir myndi gróðurinn á þessu svæði; t. d. myndi lambagras, holurt, vetrarblóm, skriðnablóm og melskriðna- blóm strjálar smáþúfur og einstaka grasstrá af sauðvingli og blásveifgrasi vaxi á stangli og myndi kolla á skjólríkari stöðum. Eins og að Iranran getur, er á Sprengi- sandi víðáttumikil gróðurlaus auðn. Og þar á upptök sín ein vatnsmesta og lengsta á landsins, Þjórsá. Syðst að svæðinu liggur Tungnaá, og er Sprengisandsauðnin fram- hald hinna miklu eyðivikra Tungnaár- öræfa. Á þeim öræfaslóðum höfðu verið gerðar nokkrar athuganir til uppgræðslu. Hófust þær árið 1960 og sýndu fljótlega alljákvæðan árangur (Sturla Friðriksson 1969). I framhaldi þeirra uppgræðslurannsókna, sem áður höfðu verið gerðar, þótti rétt að

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.