Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 17
19
Almennt voru svarendur ánægð-
ir með viðbrögð safnaráðs, FÍSOS
og Íslandsdeildar ICOM á tímum
Covid-19. Þegar svarendur voru
beðnir um að dæmi um það hvernig
stuðningsnet safna geti aðstoðað þau
í hugsanlegri framtíðarvá af völdum
faraldra komu tillögur um málþing
þar sem farið yrði yfir viðbrögð við
Covid-19 og hvernig söfn geta nýtt
sér þá reynslu ef annar faraldur setti
allt á hliðina. Einnig kom fram rík
krafa um aðstoð við að útbúa neyðar/
viðbragðsáætlanir.
Covid-19 er alheimsfaraldur sem
mannkyn allt stendur nú frammi
fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem núver-
andi kynslóðir glíma við slíka vá, eins
og einn svaranda benti á og allir að
reyna bregðast við eins vel og hægt er.
Sagan mun svo sýna okkur hvað við
gerðum rétt og hvað við hefðum mátt
gera betur – eflaust á sýningu á safni!
Lokaorð
Flest sem svöruðu fyrir hönd safna
voru þeirrar skoðunar að ekki yrði
varanleg breyting á starfsemi þeirra
eftir heimsfaraldurinn. Þó nefndu
mörg að ýmislegt varðandi verklag
í kringum hreinlæti myndi festast í
sessi. Einnig var nefnt að bæði funda-
hald og námskeið gætu vel farið fram
með nýju sniði þar sem netfundir
væru einfaldari. Þá var einnig nefnt
að ýmsar leiðir í miðlun á netinu og
samfélagsmiðlum yrðu að líkindum
meira notaðar í framtíðinni.
Spurt var um breytingar á áætluðum
heildartekjum safnsins. Mikilvægt er
að hafa í huga að svörin bárust í lok
maí og síðan þá hefur veiran aftur
látið á sér kræla og staðan hugsanlega
verri nú en þá samkvæmt samtölum
við safnstjóra.
Árið 2020 er ekki liðið og væri fróð-
legt að skoða stöðu safna í lok ársins.
Guðný Dóra Gestsdóttir, formaður
Íslandsdeildar ICOM, Helga
Maureen Gylfadóttir, formaður
FÍSOS og Þóra Björk Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri safnaráðs.
Garðatorgi 1, 210 Garðabær · Opið alla daga nema mánudaga, frá 12 – 17. · www.honnunarsafn.is · honnunarsafn
SÝNINGAR + SAFNBÚÐ + VINNUSTOFA + RANNSÓKNARÝMI