Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 49

Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 49
aldri ríka hreyfiþörf og eiga erfitt með að einbeita sér við hlustun í langan tíma í einu. Tengsl viðburða og fræðslu eru einnig mikil í Verk að vinna. Einn af sumarviðburðum safnsins hefur sama heiti þar sem gestum safnsins er boðið að vinna þessi verk. Fastir liðir í viðburðadagskrá safnsins eins og að þvo þvott og þurrka salt- fisk hafa einnig verið nýttir fyrir skólahópana. Hugsunin á bak við árstíðabundna fræðslu er einmitt að vísa til þeirra verka sem þurfti að vinna hverju sinni. Þegar litið er yfir farinn veg þá hefur virkað rökrétt skref að taka upp árs- tíðabundnu fræðsluna Verk að vinna. Hún uppfyllir fræðslumarkmið safnsins um þátttöku og sköpun, hún miðlar handverki og verklegri þekk- ingu auk þess er spennandi að geta þróað og bætt við fleiri verkum inn í hana í framtíðinni. Jóhanna Guðrún Árnadóttir, verkefnastjóri í miðlunar- og fræðsludeild 51

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.