Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 62
64
Á sýningunni 1238, Baráttan um
Ísland fær sýningargesturinn tæki-
færi til að ganga til liðs við Sturlu í
Örlygsstaðabardaga, bókstaflega að
stíga inn í sögu Sturlungaaldar og
taka þátt í átakamestu atburðum
Íslandssögunnar, eins og segir á
heimasíðu sýningarinnar. Bardaginn
er sviðsettur í gegnum sýndar-
veruleika og er gesturinn staðsettur
innan varnarmúrs, vopnaður grjóti
og spjótum, og tekur virkan þátt
í orrustunni eftir upplýsingar
sögumanns sýndarveruleikans um
hlutverkið í bardaganum. En nú
er ég kominn ögn fram úr mér því
sýningin byrjar hvorki né endar í
sýndarveruleikanum. Hún byrjar í
sýningarsölum þar sem sögusviðið
er búið til. Þar er sagt frá Sturlungu
í stuttu máli með teikningum og
myndum. Gripir og búningar eru
svo látnir búa til tilfinningu um líf
fólks á Sturlungaöld. Þar er stuðst
við hefðbundnar aðferðir til að koma
upplýsingum á framfæri.
Viðbótarveruleikatækni hefur ekki
verið nýtt í sýningum á Íslandi, að
því ég best veit. Í sýningunni er hún
notaður til að gefa gestinum tæki-
færi á að taka þátt í Flóabardaga með
því að nota spjaldtölvu sem haldið
er yfir leikjaborði. Þessi tilraun
gengur því miður ekki upp því það
er töluvert erfitt að spila leikinn.
Skipin láta illa að stjórn og enduðu
stundum upp á fjalli og grjótið
Á Sturlungaslóðum
í Skagafirði
Rýni á tvær sýningar
Sturlungaöld er sögusvið tveggja
sýninga sem nýverið opnuðu í
Skagafirði. Á annarri þeirra er fjallað
um Sturlungaslóðir með sýndar-
veruleikatækni, en á hinni er greint
frá Sturlungaöld með augum mynd-
listarlistamanna og sögumanns.
Á Sauðárkróki er sýningin 1238, Bar
áttan um Ísland þar sem Örlygstaðabar-
dagi er í forgrunni. Tilkoma sýningar-
innar hefur ekki verið átakalaus og
aðkoma sveitarfélagsins Skagafjarðar
að henni hefur verið pólitískt bitbein.
Mikið hefur verið lagt undir enda
sýningin ekki síst hugsuð sem liður
í baráttu „um túristann á Íslandi.“
Hún er því hrein og bein markaðsað-
gerð fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð
og, hugsuð sem eitthvað nægilega
dramatískt, stórt og tilþrifamikið til
þess að fanga athygli ferðamanna, fá
þá til að beygja af leið inn í Skagafjörð
eða ferðast sérstaklega norður í þeim
tilgangi einum að berja sýninguna
augum eins og segir á vef eigenda
sýningarinnar hn.is.
Væntingar mínar voru nokkuð mikl-
ar miðað við áherslur í markaðssetn-
ingu sýningarinnar, sem segir sýn-
inguna gera meira en hefðbundnar
sýningar og sögusöfn. Það kom því á
óvart hversu hefðbundin sýningin er
í raun og veru þrátt fyrir tölvuleikja-
töfrabrögð, sem eru vel gerð enda
þungamiðja sýningarinnar.
RÝNI / Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri
1238, Baráttan um Ísland.