Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 70

Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 70
72 Reglulega berast fréttir utan úr heimi af misheppnuðum viðgerðum sem hafa valdið skemmdum á listaverkum og öðrum menningarminjum. Nýlega komu þær fréttir frá Spáni að þekktu málverki, eftirgerð eftir málarann Murillo, hafi verið mikið breytt í „forvörslumeðferð“ og verkið orðið óþekkjanlegt eftir meðferðina, sem ekki var unnin af forverði. Það virð- ist því vera að margir þekki ekki til hlutverks forvarða og hversu mikillar færni og þjálfunar það krefst að ráð- ast í slíkar meðferðir. Í framhaldi af málinu hafa spænskir forverðir, með fagmenntun, krafist strangari reglu- gerða varðandi það hver má taka að sér forvörslu menningararfsins, til þess að koma í veg fyrir að verk verði eyðilögð eins og í umræddu tilviki. Hvers vegna var ekki leitað til forvarða í þessu tilfelli? Gæti slíkt atvik gerst á Íslandi? Mikilvægt er að þeir sem sinna forvörslu hafi hlotið tilskilda menntun, til að koma í veg fyrir skaða af þessu tagi. Hér eru nokkur atriði sem safn- menn geta haft í huga þegar staðið er frammi fyrir viðgerðum á grip. 1. Starfsheitið forvörður er ekki lög- verndað sem þýðir að hver sem er getur starfað sem slíkur, jafnvel án nokkurrar menntunnar. 10 mikilvæg atriði varðandi forvörslu menningarminja 2. Forvarsla er frekar ungt fag á Íslandi. Fyrstu íslensku háskóla- menntuðu forverðirnir útskrifuðust í lok 9. áratugs síðustu aldar. Áður fyrr var að mestu talað um viðgerðir. 3. Forvarsla er ekki kennd á Íslandi. 4. Háskólanám í forvörslu er 3–5 ár. Í dag er algengt að forverðir séu með viðbótamenntun í fagi sem tengist menningararfi eða vísindum. 5. Forverðir með háskólamenntun eru sérfræðingar og vinna sam- kvæmt siðareglum ICOM. 6. Það er á ábyrgð safnstjóra / menn- ingarstofnana að kanna menntun og reynslu forvarða sem þeir ráða í vinnu eða kaupa þjónustu af. 7. Félag norrænna forvarða – Ísland var stofnað 1983 og er hluti af Norræna fagfélaginu NKF . Í dag geta eingöngu forverðir sem lokið hafa að lágmarki 3ja ára forvörslumenntun frá viður- kenndum skóla, samsvarandi BA eða BS gráðu frá háskóla verið fullgildir félagsmenn (sjá: www.nkf.is). 8. Félag íslenskra forvarða hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins forvörður án árangurs. 9. Í mörgum Evrópulöndum mega söfn eingöngu ráða forverði sem hafa fengið opinbera viðurkenningu um menntun og viðeigandi reynslu. 10. Afleiðingar misheppnaðra forvörsluaðgerða geta komið í ljós löngu eftir að forvörslu er lokið. Til þess að tryggja langtímavarðveislu gripa skiptir val efna sem notuð eru í forvörslu jafn miklu máli og útlit þeirra. Menntaðir forverðir búa yfir þeirri þekkingu sem til þarf, varð- andi efnisval og annað sem máli skiptir, þannig að forvörslumeðferðin standist tímans tönn. Félag norrænna forvarða – Ísland vonar að söfn landsins og aðrir sem að hafa með varðveislu menningararfsins að gera, vandi sig við val á fagmönnum þegar kemur að forvörslu, viðgerðum og varðveislu hans. Nathalie Jacqueminet og NKF – Ísland www.theguardian.com/artanddes- ign/2020/jun/22/experts-call-for-reg- ulation-after-latest-botched-art-re- storation-in-spain FORVARSLA OG FAGMENNSKA Hér má sjá umrætt verk. Myndin til vinstri er af upprunalegu verkinu og myndirnar tvær til hægri eru tvær ólíkar viðgerðatilraunir.

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.