Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 31
33
11 listasöfnum, 24 minjasöfnum og
sjö náttúruminjasöfnum eða öðrum
söfnum (sjá mynd 5). Könnunin
leiddi í ljós að um 65% þátttakenda
sinna safnfræðslu í hlutastarfi. Það
er umhugsunarvert að aðeins um 9%
þátttakenda starfa við fræðslu í fullu
starfi og rúmlega 16% þátttakenda
sinna einnig skipulagningu og fram-
kvæmd viðburða í sínum söfnum.
Annir við önnur verkefni virðast því
hamla fræðslustarfinu (sjá mynd 3).
Hvað á starfið að heita?
Frá örófi alda hefur fræðsluhlutverk
safna verið samofið starfsemi þeirra.
Fagið safnfræðsla er hins vegar rétt
rúmlega 50 ára gamalt. Grunnur
og skilningur á starfi (fagvitund) er
mikil vægur þáttur í þróun fags af
hvaða tagi sem er. Dæmi um slíkt
eru starfsheiti. Í safnfræðslu er tölu-
vert misræmi á starfsheitum bæði
í fræðum og framkvæmd. Svörun
þátttakenda í ofangreindri tilraun
leiddi í ljós að misræmið er enn til
staðar. Fyrir utan safnstjóra/forstöðu-
menn eru 10 starfsheiti í notkun
fyrir safnfræðslufólk. Algengustu
starfsheitin eru verkefnastjóri og/
eða sérfræðingur fræðslu en innan
þeirra mátti greina ýmsar útfærslur
og viðbætur við störfin. Orðið safn-
kennari er mjög lýsandi fyrir kenn-
ingarlegan grunn starfsins en aðeins
11% þátttakenda nota það starfsheiti
(sjá mynd 4).
Þá er umhugsunarvert að safnstjórar
/forstöðumenn eru 35% þátttakenda
sem, auk stjórnunarstarfa, eru að
sinna fræðsluhlutverki á sínum
vinnustöðum. Gefur sú niðurstaða til
kynna að full ástæða er til að endur-
skoða stöðugildi í fræðslu á íslenskum
söfnum. Fjölgun stöðugilda kallar á
meira fjármagn og mætti þá skoða
menningarstefnur og menntastefnur
ríkis og sveitafélaga til að finna sam-
starfsfleti safnfræðslu til framdráttar.
Andrými til athafna
Starfsumhverfi safna virðist hamlandi
fyrir safnfræðslu – sagan ber merki
um innri átök og þöggun. Það vantar
endingarbetri ramma fyrir safn-
fræðslustarf hér á landi, sem hægt
væri að ná fram með því að horfa til
framtíðar í fræðslumálum safna og
tryggja faglega stöðu fræðslu innan
skipulagsheilda safna þegar hugað
er að víðtæku menningarhlutverki
þeirra, festa fræðslustefnu í sessi
þegar horft er til menntunarhlut-
verks safna og styðja betur við faglega
nálgun safnfræðslufólks í stað þess að
horfa á framkvæmd safnfræðslustarfs-
ins sem þjónustu og á ábyrgð fárra
aðila. Fræðslustarf er sérstakt fræða-
svið sem þarf að efla og næra í safna-
samhengi. Safnkennarar þurfa að
öðlast sterkari fagvitund með því að
gerast breytingasinnar (change agents)
og fá skýrt umboð til að þróa og efla
safnfræðslustarfið. Síðast en ekki
síst yrði það söfnum til hagsbóta að
víkka út sína kenningarlegu ramma
og huga að safnfræðslu til framtíðar,
tengja saman kynslóðir og samfélög.
Safnkennarar eru í lykilstöðu í því
verkefni fái þeir til þess andrými.
Þátttakendur í könnun eru:
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Bókasafn Kópavogs
Byggðasafn Árnesinga, Eyrarbakka
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Byggðasafn Skagfirðinga
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
(Norska húsið)
Byggðasafn Vestfjarða
Byggðasafnið Hvoll, Dalvík
Byggðasafnið í Görðum, Akranesi
Flugsafn Íslands, Akureyri
Gerðarsafn, Kópavogi
Grasagarður Reykjavíkur
Gljúfrasteinn, Mosfellsbæ
Hafnarborg, Hafnarfirði
Heimilisiðnaðarsafnið, Blönduósi
Hönnunarsafn Íslands, Garðabæ
Hvalasafnið, Húsavík
Iðnaðarsafnið, Akureyri
Landbúnaðarsafn Íslands, Hvanneyri
Listasafn ASÍ
Listasafn Árnesinga, Hveragerði
Listasafn Einars Jónssonar
Listasafn Íslands
Listasafn Reykjavíkur
Listasafnið á Akureyri
Menningarmiðstöð Þingeyinga
Minjasafn Austurlands
Minjasafnið að Hnjóti
Minjasafnið á Akureyri
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Náttúruminjasafn Íslands
Nýlistasafnið
Safnahús Borgarfjarðar
Safnasafnið, Svalbarðsströnd
Sagnheimar, Vestmannaeyjum
Síldarminjasafn Íslands
Skógasafn
Tækniminjasafn Austurlands
Veiðisafnið, Stokkseyri
Þjóðminjasafn Íslands
1 Þjónustuhugsun hefur staðið safnfræðslu fyrir
þrifum vegna þess að í henni er einblínt á fram-
kvæmd starfsins en horft framhjá fræðilegum
(kenningarlegum) grunni þess.
2 Verkefnið var ritað á ensku: Toward Sustainable
Museum Education Practices: A Critical and Reflect
ive Inquiry into the Professional Conduct of Museum
Educators in Iceland. Ensk hugtök eru því sett í sviga
vilji lesendur kynna sér þau betur.
3 Íslenskun á veirufaraldrinum Covid-19.
4 Sjá t.d.: Kley, R. 2009. „Recessionary Layoffs in
Museum Education. Survey Results and
Implications.“ Journal of Museum Education 34(2): 123–128.
5 Greinarnar eru aðgengilegar hér: www.hi.academ
ia.edu/AlmaDisKristinsdottir
6 Nánar um smástundarsafnshugmyndina
í MA-ritgerð Eddu Björnsdóttur frá 2013.
fræðslufulltrúi, 6%
kynningarfulltrúi, 2%
deildarstjóri, 2%
leiðsögumaður, 4%
safnfræðslufulltrúi, 2%
safnkennari , 11%
safnvörður, 19%
sérfræðingur (fræðslu
og/eða annað), 26%
sjálfboðaliði, 2%
verkefnastjóri (fræðslu
og/eða annað), 26%
Starfsheiti safnfræðslufólks
fyrir utan safnstjóra (47 svör) fræðslufulltrúi, 6%
kynningarfullt úi, 2%
deildarstjóri, 2%
leiðsögumaður, 4%
safnfræðslufulltrúi, 2%
safnken ari , 11%
safnvörður, 19%
sérfræðingur (fræðslu
og/eða annað), 26%
sjálfboðaliði, 2%
verkefnastjóri (fræðslu
og/eða annað), 26%
Starfsheiti safnfræðslufó ks
fyrir utan s fnstjóra (47 svör)
AlmaDís Kristinsdóttir,
doktor í safnafræði og safnstjóri
Listasafns Einars Jónssonar
Mynd 4 – Hvað á starfið að heita?
Mynd 5 – Söfnin 42