Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 25
27
Um leið er dregið fram að starf margra
listamanna er gjarnan nátengt skrif-
um, textum og tungumáli ekki síður
en myndmáli.
Í samspili mynda og ólíkra texta er
fólgin viðleitni til að ná utan um þá
krossræktun milli listgreina sem
einkennir starf margra samtímalista-
manna og birtist einnig í þverfag legu
starfi í akademísku umhverfi. Leiðang
ur kallast þannig á við rannsóknar-
tengdan þátt listsköpunar Önnu
Líndal, sem var um árabil prófessor
við Listaháskóla Íslands, en hugtakið
„listrannsóknir“ hefur rutt sér mjög
til rúms hin síðari ár. Ólöf Gerður
Sigfúsdóttir mannfræðingur skrifar
upplýsandi grein um feril Önnu,
um listamanninn sem landkönnuð,
rannsakanda og safnara, og um mynd-
listina sem sérstaka gerð þekkingar-
sköpunar. Í stuttum en áhugaverðum
texta William Fox vefur höfundurinn
saman þræði í listsköpun Önnu; hvern-
ig hún staðsetur sig í heiminum, kort-
leggur og markar spor sín og annarra
um leið og hún tengir saman vísindi og
list, heiminn og heimilið, hið ytra og
innra. Guðrún Erla Geirsdóttir mynd-
listarmaður gerir grein fyrir hinum
femíníska þætti í verkum Önnu en
hún vakti fyrst athygli fyrir verk sem
fjölluðu með snörpum hætti um stöðu
kvenna. Frá síðari hluta 10. áratugarins
hefur ríki jökulsins, sköpunarverk
náttúrunnar og tilhneiging mannsins
til að kortleggja hana, flokka og safna,
verið meginviðfangsefni hennar. Eins
og fram kemur í viðtali Bjarka Braga-
sonar myndlistarmanns við Önnu, þá
er sjónarhorn hennar ávallt gagnrýnið:
„Að handsauma landakort á léreft er
femínískt steitment“ svo vitnað sé í orð
listamannsins.
Bókarformið hentar einnig vel verk-
um Haraldar Jónssonar sem unnið
hefur talsvert með texta og gefið út
prósaverk og ljósmyndabókina TSOYL.
Brot úr þessum verkum/bókum hans
birtast í Rófi auk texta sýningarstjór-
ans Markúsar Þórs þar sem farið er
yfir feril listamannsins. En það er
verkum hennar, áhugi á umhverfis-
málum og tengslum menningar og
náttúru eins og þau birtast í menn-
ingarminninu og arfinum: Tungumál-
inu, þjóðsögunum og byggingarlistinni
– og í hinum ýmsu sérkennum og
jafnvel furðufyrirbærum sem þar
fyrir finnast. Didier Semin listfræðing-
ur tekur skemmtilegan snúning á verk
Ólafar í ritsmíðinni Franskt vegabréf
sem fjallar um gagnrýnið inntak safna-
þáttarins í verkum hennar. Þá er að
finna ítarlega listfræðilega greiningu
á verkum Ólafar í grein Æsu Sigurjóns-
dóttur listfræðings.
Í textum bókanna Leiðangur, Róf og
Úngl er efnt til margháttaðrar sam-
ræðu við feril Önnu, Haraldar og
Ólafar. Verkin eru greind með hliðsjón
af listsögulegu samhengi, hugað er að
rödd listamannanna og sjónarhorni
annarra skapandi einstaklinga í við-
tölunum, og víddir opnast í forvitni-
legum skrifum. Lesandinn þræðir
sig í gegnum feril listamannanna út
frá myndum af verkum og í gegnum
texta og samsamar sig í þeim „leið-
angri“ að ýmsu leyti menningarlegum
birtingarmyndum verkanna; hvernig
og á hvaða „rófi“ þau lifa í samfé-
laginu og í huga viðtakenda þar sem
stundum hrærast „úngl“. Þessi metn-
aðarfulla ritröð, sem felur í sér vissa
listrannsókn, varpar ljósi á listasafnið
sem mikilvægan útgefanda í víðum
skilningi þekkingar og merkingar.
ekki hlaupið að því að gera skil þeim
verkum hans – skúlptúrum, innsetn-
ingum, gjörningum og vídeóverkum
– sem fjalla um skynjun og kalla á lík-
amlega og jafnvel tilfinningalega þátt-
töku áhorfandans. Þar kemur grein
Sigríðar Þorgeirsdóttur heimspekings
um fyrirbærafræðilegan áhuga lista-
mannsins að góðu gagni. Texti eftir
skáldið Sjón, Og gátur, veitir einnig
skilningarlykla að verkum lista-
mannsins sem liggja á óhlutbundn-
um mörkum – eða rófi – tungumáls,
tjáningar og veruleikaskynjunar.
Skemmtilega beinskeytt viðtal Krist-
ínar Ómarsdóttur við listamanninn
felur einnig í sér skáldlegt framlag.
Þar ræðir listamaðurinn mikilvægi
þess að vera á staðnum þegar gjörn-
ingar eru annars vegar en eftirfarandi
orð hans ná vel utan um inntak verk-
anna: „Gjörningarnir snúast gjarnan
um að virkja og brúa bilið á milli
okkar. Ég býð áhorfendum til leiks og
bilið breytist í eitthvað annað“.
Samtölin sem birtast í bókunum eru
iðulega samtöl tveggja listamanna og
í Úngl er það Ragnar Helgi Ólafsson
rithöfundur og myndlistarmaður sem
leitar svara hjá Ólöfu. Hann leggur
upp með tvö lykilhugtök í listsköpun
Ólafar; söguna og safnið. Ólöf er senni-
lega þekktust þremenninganna en
hún á mörg verk í opinberu rými og
má þar nefna Þúfuna á Grandagarði. Í
Þúfunni sameinast, eins og í mörgum