Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 9

Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 9
11 – Grunnur/efniviður: Einstakur safnkostur, húsnæði, þekking, starfsfólk og traustur bakhjarl í Garðabæ. Þetta er okkar efniviður og við skissum upp og gerum frumgerðir/ tilraunir til að finna út hvað virkar og hvað virkar ekki til þess að ná okkar markmiðum. Ég er mjög þakklát samstarfsmönnum mínum, þeim Ingiríði afgreiðslustjóra og Þóru safnafræðingi, fyrir að vera til í alls konar tilraunir og uppátæki. Við höfum notað að leiðarljósi orð Einars Þorsteins Ásgeirssonar, arkitekts og stærfræðings að „ekkert er asnalegt” maður þarf að þora að leggja á borðið allar hugmyndir. Til þess að það sé hægt, þarf að ríkja traust, opinn hug- ur og svigrúm fyrir mistök. Til þess að skapa líflegt safn var augljóst að hingað þyrfti að fá fleira starfandi fólk í húsið, einungis þannig verður til samtal og líf. Það er hægara sagt en gert að fá samþykkt auka starfsgildi þannig að hugmyndin var að bjóða fólki sem tengist viðfangsefn- um safnsins „lykla” að safninu svo það gæti starfað hér að sínum verkefnum í samstarfi og samtali við safnið. Vinnustofudvöl Haustið 2017 var fatahengi í anddyri safnsins breytt í lifandi vinnustofu þar sem hönnuðum er boðið að koma, setja upp vinnuaðstöðu og vinna að sínum verkum, kynna þau og selja. Rýmið er hluti af safnbúð- inni og hver hönnuður dvelur hér í um þrjá mánuði. Þetta verkefni hefur gefist einstaklega vel og lífgar mikið upp á safnið, veitir innblástur, er fræðandi og skemmtilegt. Í tengslum við vinnustofudvölina hafa skapast hér óteljandi áhugaverð samtöl og tengingar. Allir sem hér dvelja eru sérfræðingar á sínu sviði og í gegnum þá verður til þekking hjá starfsfólki og gestum. Sköpunarkrafturinn veitir innblástur og gleði. Hönnuðirnir sem komu hingað í vinnustofudvöl árið 2019 voru Þórey Björk Halldórsdóttir, hönnuður og frumkvöðull, Baldur Björnsson, mynd- og raftónlistarmaður, Shu Yi, grafískur hönnuður, Signý Þórhalls- dóttir, fatahönnuður og Anna María Pitt, sifursmiður. Safnið á röngunni Árið 2018 var innri sýningarsalur safnsins tekinn undir skráningar og rannsóknir sem að öllu jöfnu fara ekki fram fyrir opnum tjöldum. Við köllum þetta SAFNIÐ Á RÖNGUNNI en vísir að slíku starfi hefur verið til staðar á safninu í nokkur ár. Ákveðið var að gefa þessu meira rými og sýnileika. Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðing- ur safnsins, hefur átt veg og vanda að framkvæmd verkefnisins. Vinnu- aðstaða hennar flyst að hluta til út í sýningarsalinn. Þannig fá gestir aðgang að starfsmanni safnsins sem getur upplýst um þá vinnu sem er í gangi. Á árinu 2019 voru tvö skrán- ingarverkefni tekin fyrir, annars vegar skráning á keramiksafni Önnu Eyjólfs- dóttur myndlistarmanns og safnara og hins vegar skráning á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar, stærðfræðings

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.