Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 42

Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 42
44 Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur hefur leikur með orð og mynd reynst vel í að þjálfa nemendur efstu bekkja grunnskóla í myndlæsi. Leikurinn ýtir undir samtal um túlkun á ljós- myndum um leið og þátttakendur skemmta sér við að leysa þraut sem hann felur í sér. Leikurinn er einfaldur í framkvæmd og hægt að laga hann að ólíkum sýningum. Við þróun leiksins var tekið mið af hug- myndum um læsi, persónubundnum skilningi og myndnæmi barna. Læsi afmarkast ekki bara við ritað mál heldur nær yfir færni í að lesa í ólíka miðla, menningu, tilfinningar annarra og einnig myndir. Það er því upplagt að nýta skólaheimsókn á ljósmyndasafn í að æfa lestur mynda, túlka myndefni og draga fram merk- ingu úr því. Til þess þarf að gefa sér tíma til að velta vöngum yfir því sem fyrir augu ber á myndunum og átta sig á því hvaðan túlkun okkar kemur. Hvað sjáum við á tiltekinni mynd sem gerir það að verkum að okkur finnst hún t.d. einmannaleg, kraft- mikil eða friðsæl? Ólíkir einstaklingar geta dregið mismunandi merkingu úr því sem lesið er því þeir skapa merkingu út frá persónubundinni reynslu sinni og þekkingu. Fyrir vikið getur ein- um fundist mynd kyrrlát á meðan öðrum finnst hún ógnandi. Hluti af þjálfun í myndlæsi er að átta sig á því að túlkun fólks er ólík og hún má (og á að) vera það. Börn eru mörg mjög næm á myndir og flest þeirra nota myndmál daglega með því að senda frá sér og taka á móti myndum á samfélagsmiðlum. Myndlestur þeirra er oft ómeðvitaður og þau eru óvön að rökstyðja túlkun sína. Til að gera sér grein fyrir hvern- ig myndlæsi fer fram er góð æfing að setja myndlesturinn í orð. Það að orða hugsunina og benda á þau atriði í myndinni sem hafa áhrif á túlkunina gerir myndmálið sýnilegt. Á þann hátt er líka hægt að skilja hvernig lesturinn er einstaklingsbundinn og leiða samtalið að því að margvíslegar túlkanir eiga rétt á sér. Framkvæmd leiksins Ein aðferð til að skerpa á myndlæsi er að nota leik sem felst í að para saman mynd og titil. Í stuttu máli gengur leikurinn út á að nemendur draga titil og eiga að athuga hvort þeim finnist hann passa við einhverja af myndum sýningarinnar. Það sem þarf til að fara í leikinn er sýning með verkum sem hanga ekki of þétt og eru nógu stór til að heill bekkur geti horft á þau í einu. Það er gott að hafa um 30 titla úr að moða og þá er ýmist hægt að skálda upp eða nota t.d. bókatitla. Ég nota titla úr dagskrá RÚV því þeir geta verið svo dásamlega lýsandi og dramatískir um leið og þeir eru skýr- ir og auðlesnir. Áður en leikurinn hefst fá nemendur upplýsingar um sýninguna og tíma til að skoða hana á eigin hraða. Því næst býð ég þeim í leikinn, þau draga titil og byrja að leita að mynd sem þeim finnst passa við hann. Þegar þau hafa fundið mynd sem þeim finnst eiga við leggja þau titilinn hjá myndinni og draga svo annan þar til allir titlarnir eru búnir. Hraði leiksins fer eftir hópnum. Sum hreyfa sig hratt um salinn, kippa í fé- laga sína og benda á tiltekna mynd og útskýra í fáum orðum hvernig titill- inn passar við. Það fer svo eftir ýmsu hvernig félagarnir taka í tillöguna, hvort allir eru sammála eða hvort einhver sé með betri hugmynd. Aðrir hægja á ferðinni, gefa sér góðan tíma til að velta vöngum og skoða. Leikur sem verkfæri til að æfa myndlæsi SAFNFRÆÐSLA Á LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.