Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 32

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 32
34 AlmaDís Kristinsdóttir Safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar Hverjar eru helstu áskoranirnar í nýju starfi? Ef ég tek óvissuástand vegna Covid-19 út fyrir sviga þá er mín helsta áskorun að efla faglegt starf safnsins og vinna á skapandi hátt með þá annmarka sem því eru settir. Markmiðið er að koma starfseminni í þann farveg að hún samræmist betur kröfum sem gerðar eru til safna á 21. öld. Mér finnst spennandi áskorun að sam- þætta ólík rými safnsins: sýningarsali, íbúð sem er eins og lítið minjasafn og höggmyndagarðinn. Hverjar verða helstu áherslur á næstu 2–3 árum? Ég sé fyrir mér að halda í þá jákvæðu þætti í starfseminni sem fyrirrennar- ar mínir hafa skapað safninu eins og öflugt samstarf og áform um að reisa samtengda þjónustubyggingu sem teiknuð var fyrir áratug síðan. Stóra verkefnið framundan, fyrir utan að glíma við fjölmargar áskoranir, er að halda upp á 100 ára afmæli safnsins á Jónsmessu 2023. Það blasir við að ný þjónustubygging væri safninu til sóma á afmælisárinu og ég mun gera mitt allra besta til að hreyfa við því máli. VIÐTÖL VIÐ NÝJA SAFNSTJÓRA Kvistur hefur oft spurt nýtt starfsfólk safnanna um störfin, áskoranir og áætlanir og það er líka gert núna. Það er handleggur að taka við nýju safni og í mörg horn að líta. Þessir fjórir safnstórar gáfu sér tíma til að svara þremur spurningum. Verður bryddað uppá einhverjum nýjungum? Í Listasafni Einars Jónssonar eru fjölmörg tækifæri til að brydda upp á nýjungum ef viðmiðið er safnið sjálft, garðurinn og turníbúðin. Margt af því sem þykir sjálfsagt í nútíma safnastarfi er hins vegar enn óunnið eða óskýrt. Safn er stærra og meira en viðfangsefni þess og hjarta mitt brennur fyrir því að þetta fallega og rótgróna safn eigi aukið erindi í lífi fólks sem spennandi við- komustaður í miðborginni. Zuhaitz Akizu Forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands Hverjar eru helstu áskoranirnar í nýju starfi? Helstu áskoranirnar sem ég stend frammi fyrir sem nýr safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands er að uppfæra stefnu þess og gera aðgerða- áætlun fyrir næstu ár. Það er jafn- framt áskorun að fá góða yfirsýn yfir fjármál safnsins og sjá út fjármögn- unarleiðir svo hægt sé að bæta um- gjörð safnsins og möguleika þess til að koma nýrri stefnu í framkvæmd. Stærsta áskorunin sem ég stend frammi fyrir sem safnstjóri Tækni- minjasafnsins er að skipuleggja og forgangsraða verkefnum þannig að vinnuálagið verði ekki yfirþyrm- andi, ná að hafa í huga þann árang- ur sem náðst hefur og vera jákvæður og bjartsýnn á framtíðina. Hverjar verða helstu áherslur á næstu 2–3 árum? Það eru nokkur markmið sem við höfum fyrir safnið á næstu 2–3 árum: að meta ástand safnkostsins og safnabygginganna, að uppfæra safnastefnuna, að koma á kerfi svo við höfum yfirsýn og getu til að vinna faglega með safnkostinn; að grisja safnkostinn á faglegan hátt, að vinna að endurbótum húsa sem eru í slæmu ásigkomulagi, að leita að traustum fjármögnunarleiðum og al- mennt að vinna að því að gera safnið sjálfbært fjárhagslega og koma til móts við þarfir samfélagsins. Verður bryddað upp á einhverjum nýjungum? Gamla Skipasmiðastöðin fær löngu tímabæra andlitslyftingu og sett verður upp trésmíðaverkstæði þar með áherslu á endurgerð gamalla timburhúsa og báta. Ný sýning verður sett upp um sögu Seyðisfjarð- ar. Þá munum við hanna fræðslu- prógramm þar sem stofnanir og einstaklingar fá tækifæri til að læra handverk og aðferðir sem tengjast tæknisögu Seyðisfjarðar, Austur- lands og Íslands alls.

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.