Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 28

Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 28
Algengt er að litið sé á safnfræðslu sem þjónustu fremur en fag (profession). Ef rýnt er í fræðin er ljóst að safn- fræðsla situr á mörkum safnafræða og menntunarfræða.1 Safnfræðsla er í raun skapandi fag og hreyfiafl. Þrátt fyrir að fræðslumál safna hafi verið hluti af rannsóknum í safnafræði um áratugaskeið er menntunarhlutverkið enn óskýrt og takmörkunum háð. Efnistök greinarinnar byggja m.a. á doktorsverkefni höfundar í safnafræði Horft til framtíðar í fræðslumálum safna: Greining á faglegri nálgun í íslensku safn­ fræðslustarfi.2 Fyrst er rýnt í skilgrein- ingar á menningar- og menntunarhlut- verki safna auk þess sem hlutverk safnkennara er skoðað. Þá er gerð grein fyrir meginniðurstöðum doktors- ritgerðar og hagnýtu líkani sem sýnir samverkandi heild ólíkra þátta/hlut- verka í fræðslumálum safna. Að lokum er sagt frá könnun sem framkvæmd var sumarið 2020 sem tilraun til „ástandsskoðunar“ á stöðugildum og starfsheitum þeirra sem sinna fræðslu hjá rúmlega 40 íslenskum söfnum. Óskilgreind og berskjölduð fræðslumál Söfn eru flóknar og margslungnar menningarstofnanir. Starfsemi þeirra byggir á fjórum grunnstoðum: að safna, rannsaka, varðveita og miðla. Hverri grunnstoð þarf að sinna af alúð og eru þá ónefnd tímafrek atriði eins og stjórnun, rekstur, starfsmanna- mál, skráning safnkosts og stafrænn veruleiki. Miðlunarþættir safna eru m.a. sýningar, viðburðir, kynningar- mál og fræðsla – í raun allt sem snýr að tengslum við safngesti. Í þessu samhengi skiptir nýja safnafræðin (new museology) máli því sú viðamikla stefnu- breyting sem átti sér stað í starfsemi safna fól í sér að safngestir voru settir í forgrunn og aukið samráð var haft við samfélög. Nýja safnafræðin jók þannig virkni safna í almannaþágu. Innan skipulagsheilda safna virðast fræðslumálin vera berskjölduð fyrir hvoru tveggja, umróti og stöðnun. Á fámennum söfnum sinna starfsmenn öllum þáttum starfseminnar jafnvel í hlutastarfi. Á stærri söfnum geta skipulagsbreytingar orðið að tóm- stundagamni stjórnenda sem leggja mögulega niður stöður, svið og deildir til að hagræða án þess að nokkur fái rönd við reist. Þegar lítið rými er fyrir gagnrýna hugsun í safnastarfi geta fræðslumálin orðið fyrir barðinu á slíkum breytingum eða úrelt fyrir- komulag fest sig í sessi. Í kófi3 og samkomubanni fengust t.a.m. fréttir af því að fjölda fræðslufólks var sagt upp hjá söfnum eins og MoMA í New York. Reynslumiklir safnkennarar voru látnir fjúka vegna ástandsins. Svipað var upp á teningnum í fjár- málakreppunni 2009 þegar fræðslu- fólk safna var fjölmennasti hópurinn sem missti störf sín og fagstöðum í fræðslu í nafni hagræðingar.4 Þetta er áhugaverð klemma. Kreppur og kóf skerða möguleika safna til fræðslu og miðlunar, á sama tíma og kallað er eftir öflugri fræðslu og tilrauna- kenndari miðlun til að milda áföllin. Valdeflandi menntunarhlutverk safna Þegar best lætur hafa söfn þýðingar- miklu og valdeflandi menntunarhlut- verki að gegna með framlagi sínu til sjálfbærari samfélaga og símenntun- ar. Þetta framlag felst einkum í sam- starfi safna við þau samfélög sem þau sinna, t.a.m. við skólakerfið (frá leik- skólum upp í háskóla) og fjölbreytta hópa safngesta á öllum aldri með mis- munandi lærdómsþarfir. Hópar sem nýta sér safnfræðslu eiga það sam- merkt að valdefling eða uppbygging fólks er í forgrunni. Safnfræðslu (museum learning) og safnkennslu (museum education) er oft sinnt af fólki með ólíkan bakgrunn og reynslu. Störfin eru jafnvel innt af hendi án mikillar ígrundunar um kennslufræðilega þekkingu fagsins. Stundum er fólk ráðið sérstaklega í hlutverk safnkennara (museum educator) ef kennslufræðileg menntun er til staðar og hennar krafist. Hlutverk safn- kennara felst einkum í því að greiða almenningi leið að fræðslumöguleik- um safna og auka þannig vægi þeirra. Útvíkkun á hugmyndinni um safnfræðslu Áður en lengra er haldið er rétt að gera örstutta grein fyrir doktorsverk- efninu sem liggur hér til grundvallar. Fimmtíu og eitt viðtal var tekið við 28 íslenska og 11 hollenska safnastarfs- menn með víðtæka reynslu af fræðslu- málum safna. Það var gagnlegt að spegla fræði og störf hollenskra kollega við íslenskan veruleika. Ég nýtti 40 viðtöl fyrir verkefnið og talaði við 21 konu og sjö karla. Viðmælendur voru á aldrinum 31–65 ára þegar viðtölin voru tekin og stundum tók ég fleiri en eitt viðtal við hvern einstakling. Fræðslumál safna Safnfræðsla sem fag og hreyfiafl 30 RANNSÓKN Í SAFNFRÆÐSLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.