Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 53

Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 53
VÍÐTÆKT SAMSTARFSVERKEFNI MEÐ SÖFN Í FORGRUNNI þessara barna var lýst í áhrifamiklum fyrstu persónu frásögnum þar sem komið var inn á mismunandi málefni sem tengjast heimsmarkmiðum sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, s.s. fátækt, hungur, heilsu, menntun, jafnrétti, aðgang að vatni, sjálfbæra orku, atvinnumöguleika og nýsköp- un. Sögurnar voru frumsamdar en byggðar á heimildum um aðstæður barna þá og nú. Frásagnirnar voru myndskreyttar með ljósmyndum, annars vegar af barni í nútímanum og hins vegar af þessu sama barni í „fortíðinni“. Til að ná fram einkenn- um gamalla ljósmynda var myndin af barninu í fortíðinni tekin með gömlum ljósmyndabúnaði á Tækni- minjasafni Austurlands. Til að auka á upplifun voru bæði til sýnis gripir úr safnkosti safnanna og gripir úr nútímanum sem tengdust umfjöllun- arefnunum auk þess sem gestir voru hvattir með margvíslegum hætti til að líta í eigin barm og spegla sínar eigin aðstæður við aðstæður barnanna og heimsmarkmiðin. Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi? Minjasafn Austurlands, Tækniminja safn Austur-lands, Sjóminjasafn Austur- lands ásamt Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri hlutu tilnefningu til íslensku safnaverðlaunanna fyrir verkefnið „Austfirskt fullveldi – sjálf- bært fullveldi?“ sem söfnin tóku þátt í í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018. Í umsögn dóm- nefndar kom fram að verkefnið „[væri] fordæmisgefandi um hvernig söfn af hvaða stærðargráðu sem er geta gert sig gildandi í samfélagsumræðunni og verið leiðandi í samstarfi við fleiri stofnanir“. Hér var um að ræða viðamikið samstarfsverkefni þar sem söfn og fleiri stofnanir tóku höndunum saman til að minnast tímamótanna en um leið að staldra við, líta í eigin barm og horfa til fram- tíðar nú þegar loftslagsbreytingar af mannavöldum er ein hlesta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Aðdragandinn var tiltölulega stuttur en með samstilltu átaki tókst að búa til eftirtektarvert verkefni sem bæði minnti fólk á hvaðan við kom- um og hvatti það til að íhuga hvert við stefnum. Aðdragandi og útkoma Sumarið 2017 kölluðu fulltrúar Aust- urbrúar saman hóp fólks úr safna- og menningargeiranum á Austurlandi til að ræða hvernig staðið skyldi að hátíðarhöldum í fjórðungnum í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Austurbrú er þverfagleg stoðstofnun sem vinnur að hags- munamálum íbúa á Austurlandi og að þróun samfélags, atvinnulífs, há- skólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs í landshlutanum. Ljóst var að margar stofnanir voru áhugasamar um að gera eitthvað í tilefni tímamótanna en fáar höfðu aðstæður, bolmagn eða ráðrúm til að standa fyrir viðamiklum hátíðarhöld- um upp á eigin spýtur. Niðurstaðan varð að stofnanirnar myndu sameina krafta sína og taka höndum saman um verkefni sem myndi ramma inn hátíðarhöld í fjórðungnum í tilefni tímamótanna. Af stað fór mikið hugarflug og hug- myndin tók að mótast. Úr varð að verkefnið myndi snúast um að skoða með gagnrýnum hætti hugtökin fullveldi annars vegar og sjálfbærni hins vegar. Það var gert með því að bera saman aðstæður barna árið 1918 og 2018 og spegla þær við heims- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fleiri stofnanir voru kallaðar að borðinu, aðrar heltust úr lestinni og á endum urðu þær níu: Austurbrú, Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum, Sjóminjasafn Aust- urlands á Eskifirði, Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði, Gunnars- stofnun á Skriðuklaustri í Fljótsdal, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Land- græðslan, Skólaskrifstofa Austurlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum. Stærsti hluti verkefnisins var fjórskipt sýning sem sett var upp á söfnunum þremur auk Skriðuklausturs. Sýn- ingarnar voru þannig byggðar upp að á hverjum stað voru tvö börn í forgrunni, annars vegar barn árið 1918 og hins vegar barn af sama kyni og á sama aldri árið 2018. Aðstæðum 55

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.