Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 63

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 63
65 flaug ekki á milli skipa. Ég og aðrir gestir stöldruðum stutt við annars flott borð. En ég er víst miðaldra. Hins vegar voru krakkarnir og aðrir sem voru við borðið ekki miðaldra og gekk jafn illa að fá tækin til að virka. Já og þannig var það líka í annað skipti sem ég fór á sýninguna. Nema að þá tókst mér ekki að draga neinn af ferðafélögunum með mér af veitingastaðnum á sýningunni (sem er dálítið góður). En hugmyndin að Flóabardaga er áhugaverð og verður vonandi þróuð áfram. Það væri samt snjallt að segja aðeins frá hinum raunverulega Flóabardaga í tengsl- um við leikinn. Enginn af þeim sem voru við borðið, í hvorugt skiptið, vissi nokkuð um Flóabardaga eða um hvað þetta snerist nú allt annað en að kasta grjóti í hitt liðið. Það er vel þekkt kennsluaðferð að læra í gegnum leik og hér eru svo sannarlega tækifæri til þess sem eru vannýtt. Vissulega nær sýningin að gera meira en hefðbundnari sýn- ingar enda greinilega verið úr meiru að moða en söfn og sýningar hafa öllu jafna að spila úr. En sýningin er ekki „allt um liggjandi…“ eins og hamrað er á í markaðskynningum eða færir gestinn „mun nær sögu- legum stóratburðum en hefðbundn- ar fræðslusýningar…“ Þetta gerir sýningin að takmörkuðu leiti en styðst að miklu leiti við hefðbundna spjaldasýningu þó framsetningin sé falleg á svörtum plast bakgrunni. Textinn er mikill, enda sagan stór og reynt að setja upp sögusvið bardag- ans. Lítið er nýtt í þeirri framsetn- ingu og textinn dálítið gamaldags og þjóðernislegur rembingur í honum. Það hefði verið skemmtilegt að sjá svona tæknivædda sýningu gera annað en setja texta á vegg jafnvel þótt hann sé hringlaga. Í miðju salarins er 360°skjár sérstaklega fluttur inn fyrir þessa sýningu. Þar bjóst ég við flugeldasýningu í framsetningu því eitthvað hefur sér innfluttur skjárinn kostað. Það voru hins vegar vonbrigði að bregða sér inn í hringinn og sjá ofurvenjulega textasýningu um Snorra Sturluson. Ok maður fær ekki allt! En kannski er markaðssetningin að bera sögu- efnið og sýninguna ofurliði. Í Skagafirði hafa farið fram um áratugaskeið umfangsmiklar alþjóð- legar fornleifarannsóknir. Hefði ekki verið tilvalið að tvinna þær rann- sóknir og upplýsingar um Skagafjörð á miðöldum inn í sýninguna? Hægt hefði verið að nýta þann slagkraft sem var í að koma upp þessari sýn- ingu til að búa til kjarnbetri sýningu sem byggir á nýjustu upplýsingum eða var hugmyndin ekki stærri en svo að gera átti tölvuleik og búa til umgjörð utan um hann? Hér hefur farið forgörðum einstakt tækifæri til að tvinna saman rannsóknir og framúrstefnulega miðlun. Það hefði haft alla möguleika á að skjóta sterkum stoðum undir sýninguna og safnastarfið í Skagafirði. Eitt af því sem ég og samferðafólk mitt velti fyrir sér var framsetning á gripum og búningum. Þetta eru allt leikmunir og ekkert að því. Alls ekki. Gripir frá þessum tíma eru fágætir og viðkvæmir og aðeins sýndir við aðstæður sem taka tilliti til varðveislusjónarmiða. Það er því afar snjallt af sýningarhöfundum að verða sér úti um leikmuni sem þessa. Þarna gefst tækifæri sem söfnum gefast alla jafna ekki, að uppfylla snertiþörf gesta. Þetta er samt ekki óþekkt á íslenskum söfn- um t.d. er Þjóðminjasafnið með hr- ingabrynju, sverð og fleira sem hægt er að snerta og prófa. Leikmunir hafa það umfram safngripi að þeim er hægt að skipta út og fá nýja eða senda í hreinsun. Í sýningunni 1238 er leikmununum hins vegar komið fyrir eins og um safngrip sé að ræða í veglegum sýningarskápum. Með þessu fá leikmunirnir meira gildi, þó það komi skýrt fram í texta að ekki sé um eiginlega safngripi að ræða. En þá spyr maður sig hvort það sé ekki óþarft að búa til fjarlægð milli gesta og sýningargripa? Hefði ekki verið skemmtilegra og meiri upplifun að leyfa gestum að snerta og skoða í meiri nálægð? Með fram- setningunni á búningum og gripum er verið að búa til safnalega upplif- un, sem þó er það sem sýningin ætl- ar sér að forðast. En þá aftur að sýndarveruleikan- um, þungamiðju sýningarinnar. Þegar til kastanna kom, bókstaf- lega, var upplifunin skammvinn og yfirborðskennd. Í fyrsta sinn sem ég heimsótti sýninguna fannst mér skemmtilegt að henda grjóti og spjóti í andstæðingana. Það er gaman að prófa sýndarveruleika. Áhuginn dvínaði þó hratt á grjót- kasti en var þess meiri á að skoða sig um í bardaganum. Kannski hefði verið hægt að bjóða gestinum upp á að velja á milli grjótkasts eða fá að vera fluga á vegg. Fylgjast með undirbúningi andstæðra fylkinga og framgangi orustunnar. Fá jafnvel að vita meira um hvernig þetta gerðist nú allt þarna 1238. Rétt áður en Kófið skall á var ég í Amsterdam þar sem ég skoðaði 1238, Baráttan um Ísland.

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.