Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 35

Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 35
hefur komið að sýningarundirbúningi. Þessar áhyggjur hafa verið ræddar á samstarfsvettvangi, meðal annars á Farskóla safnmanna á Siglufirði árið 2017. Í nýjustu útgáfu Safnastefnu á sviði menningarminja (2017) eru söfn hvött til að leggja alúð og metnað í safnfræðsl- una og taka mið af þörfum ólíkra hópa gesta sem sækja fræðslu til safns- ins, t.d. út frá ólíkum bakgrunni, aldri eða skólastigi. Í Safnastefnunni er safnfræðslan felld undir markmiðið: Að samfélagslegt hlutverk safna verði í fyrirrúmi. Þar segir: „Söfn eru til fyrir samfélagið og safnastarfið miðar að því að koma til móts við þarfir þess.“ Á sviði safnafræða hafa nokkrir fræðimenn valið að gera safnfræðslu að megin rannsóknarefni sínu. Þeirra á meðal er Janet Marstine sem segir að lýsa megi safni á fjóra vegu. Í fyrsta lagi sem helgidómi (e. shrine) sem sé elsta og algengasta leiðin til að upplifa safn. Þar upplifi fólk helgi og jafnvel heilun. Þar sé afdrep frá umheiminum og möguleiki á hugljómun. Í öðru lagi sem mark- aðsdrifnum iðnaði. Í þriðja lagi sem afurð nýlendustefnu en mörgum finnist að á safni sé fólk flokkað í hópana „við“ og „hin“ sem er að sjálf- sögðu ekki lengur í boði á tímum fólksflutninga og fjölmenningar. Fjórða og síðasta lýsingin á safni skv. Marstine er hið póstmóderníska safn (e. post-museum). Slíkt safn er ný og endurskilgreind stofnun. Þar er hlustað á ólíka hópa og umdeild og viðkvæm málefni gjarnan sýnileg. Starfsfólk slíks safns gerir sér grein fyrir því að gestir eru ekki hlutlausir eða viljalausir neytendur og vinnur stöðugt að því að koma til móts við þarfir þeirra. Það leitar til samfélags- ins eftir viðbrögðum og gagnrýnum sjónarhornum. Safnið tekur á mis- munun og misrétti. Með öðrum orðum, skyldur safna gagnvart sam- félaginu hafa breyst, þau eru til fyrir samfélagið og ber að vera í stöðugu samtali við ólíka hópa þess. Til hvers eru söfn? Hugleiðingar safnkennara SAFNAFRÆÐI Já, til hvers er unnið? Til hvers eru söfn? Hver er tilgangur allrar þeirra vinnu sem fer fram við söfnun, varð­ veislu og sýningar á gripum? [...] Í raun er það allt undirbúningur fyrir að opna þekkingu og safneign fyrir almenningi, svo fólk á öllum aldri og með alls kyns bakgrunn fái hlutdeild í þekkingu og menningu. Þess vegna er mikilvægt að allar aðgerðir safns­ ins miði að því að þjóna almenningi og menntun þeirra.1 Einhvern veginn á þessa leið kemst Cornelia Brüninghaus-Knubel að orði í grein sinni Museum Education in the Context of Museum Functions fyrir ICOM frá árinu 2004. Ef við samþykkjum að tilgangur safna sé að deila safnkosti sínum og þekk- ingu með öllum almenningi, hvað þýðir það þá varðandi sýningagerð og safnfræðslu? Við viljum væntanlega að heimsókn á safn bæti einhverju við fyrir gestinn, að heimsóknin skilji eitthvað annað og meira eftir hjá gestinum en hann hefði getað fengið með því að hlýða á fyrirlestur eða lesa texta. Upplifun á safni sem hreyfir við tilfinningum, vekur upp minningar, kveikir hugmyndir og forvitni og setur hluti í nýtt samhengi er mörgum sem reynt hafa ógleymanleg. Að okkar mati verða sýningargerð og safnfræðsla að haldast í hendur til að undirbúa þessa upplifun. Samstarf starfsfólks safnfræðslu og sýningagerðar getur ýtt undir að gesturinn fái notið einstakrar upplifunar og tryggt að fræðslan sé á forsendum þess sem nemur. Framan af var söfnum ætlað að kenna útvöldum safngestum fyrir- fram skilgreinda hluti og ýta undir þjóðernis tilfinningu. Nú eru breyttir tímar. Fræðafólk veltir upp tilgangi safna, hvernig þau starfa og fyrir hverja. Um hlutverk safna segir m.a. í safnalögum frá 2011: “Í starfi sínu skulu söfn hafa að leiðarljósi að auka lífsgæði manna með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru eða vísinda.” Til þess að öll sú þekking sem til verður á safni nái til almenn- ings þarf að miðla henni og til þess er safnfræðslan enda er hún einn „mikilvægasti þáttur þeirrar þjónustu sem söfnin veita samfélaginu“ eins og segir í skýrslunni Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2003–2008 (bls. 10). Þessi umræða hefur legið í loftinu um nokkurt skeið, enda nefna Guðbrandur Benediktsson og Rakel Halldórsdóttir í grein í tímaritinu Sögu árið 2006 að menntunarhlut- verk safna sé svo ríkt að ekki sé hægt að réttlæta opinber framlög eða aðra styrki til safna eingöngu fyrir söfnun gripa og varðveislu þeirra. Sem meðlimir í samfélagi safnafólks til margra ára vitum við að um allt land leitast starfsfólk safna við að rækja menntunarhlutverk safnanna. Það hefur þó verið áhyggjuefni fræðslufólks í söfnum hversu lítið það 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.