Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 58
NÝJUNGAR Í SAFNFRÆÐSLU
auk Þjóðminjasafnsins, Borgarsögu-
safn Reykjavíkur, Listasafn Reykja-
víkur og Listasafn Íslands. Lykilatriði
í samvinnunni er að öllum dagþjálf-
unarstofnunum á höfuðborgarsvæð-
inu var boðið að taka þátt, en ekki
aðeins einstökum stofnunum eins og
áður var. Það sýndi sig að allar vildu
þær njóta góðs af þessari dagskrá
og er það til mikilla bóta að geta nú
boðið öllum stofnununum að senda
sína skjólstæðinga í uppbyggjandi
heimsókn á söfnin. Halldóra setti
upp miðlæga dagskráráætlun og
skv. henni tók hvert safn á móti
tveimur hópum á mánuði yfir vetrar-
mánuðina og fékk skjólstæðinga
allra stofnananna í heimsókn. Þetta
starf hefur verið í mótun undanfarin
ár á söfnunum sem taka þátt í því
og mun eflaust þróast áfram. Engin
vafi er á því að það er styrkur fyrir
söfnin að vera í þessu verkefni sem
teymi. Þannig hafa safnfræðslu-
sérfræðingarnir stuðning hver af
öðrum og skjólstæðingarnir njóta
fjölbreytts safnkosts og fræðslu.
Nýjar miðlunarleiðir í kóvid-lokun
Þegar Þjóðminjasafninu, eins og
öðrum söfnum, var gert að loka sýn-
ingarsölum í vor lagðist starfsfólk
safnfræðslu, munasafns, kynningar-
mála og ljósmyndasafns á eitt við
að miðla fjölbreyttu efni í gegnum
vefsíðu safnsins. Einnig voru samfé-
lagsmiðlar safnsins virkjaðir á nýjan
máta og í huga undirritaðra ber þar
hæst beina útsendingu á Facebook á
Döff fjölskylduleiðsögn
á sunnudegi
Alþjóðleg baráttuvika Döff 2019 var
21. til 29. september. Að frumkvæði
safnkennara tók Þjóðminjasafn Ís-
lands þátt í þessari viku og bauð upp á
döff fjölskylduleiðsögn um grunnsýn-
ingu safnsins Þjóð verður til – menning
og samfélag í 1200 ár. Var sú leið valin
að fá táknmálstúlk til að vera með
leiðsögn einungis á táknmáli. Þannig
voru döff gestirnir settir í fyrsta sæti í
stað þess að tal væri túlkað fyrir þau.
Safnkennarar fengu táknmálstúlkin-
um handrit að leiðsögn fyrir börn og
hittu hana einu sinni á sýningunni til
undirbúnings. Það mættu 13 börn og
15 fullorðnir á þennan viðburð. Fylgdi
safnkennari hópnum og var til staðar
ef upp komu spurningar um sýn-
inguna sem táknmálstúlkur gat ekki
svarað. Það að leiðsögnin fór einungis
fram á táknmáli ýtti undir skemmti-
lega stemmingu í hópnum enda var
leiðsögnin þannig algjörlega þeirra.
Safnkennarinn varð að eins konar
aukastærð og skildi ekki það sem fram
fór en sá um leið áhugann og ákafann
skína úr andlitum og táknmáli gest-
anna. Var þetta mjög skemmtilegur
viðburður og er þetta eitthvað sem
vonandi er komið til að vera.
Leiðsögn fyrir blind eða sjón-
skert börn, fjölskyldustund
á sunnudegi
Í mars sl. buðu safnkennarar
Þjóðminjasafnsins blindum eða
sjónskertum börnum og ungmenn-
um og fjölskyldum þeirra að heim-
sækja grunnsýningu safnsins með
leiðsögn sem sniðin var að þeirra
þörfum. Var ýmsum brögðum beitt
til þess að draga fram efni sýningar-
innar án þess að reiða sig á sjónina.
Snertigripir af fjölbreyttum toga
gegndu lykilhlutverki en einnig
gafst gestunum tækifæri til að þreifa
á raunverulegum sýningargripum
með hanskaklæddum höndum.
Safnkennarar gáfu stærð knarrar
til kynna með hljóði úr stefni og
skut, baðstofuna var hægt að ganga
í kringum og þannig átta sig á stærð
hennar. Rímur og munkasöngur
sem óma á viðeigandi stöðum í sýn-
ingunni gáfu réttu stemmninguna.
Gafst leiðsögnin vel og er fullt tilefni
til að bjóða hana árlega.
Hittumst í Þjóðminjasafninu –
dagskrá fyrir Alzheimersjúklinga
Hittumst í Þjóðminjasafninu, verkefni
sem innleitt var í Þjóðminjasafninu
2018 undir handleiðslu Halldóru
Arnardóttur, listfræðings, hélt áfram
með nýju sniði frá og með hausti
2019. Markmiðið með verkefninu er
að veita Alzheimersjúklingum inni-
haldsríka og gefandi stund innan
um safngripi á sýningum og bæta
þannig líðan þeirra og geð. Í kjölfar
fundar um þetta verkefni sl. haust,
með m.a. safnfræðslusérfræðingum
fjögurra safna í Reykjavík sem þátt
taka í verkefninu, var ákveðið að
söfnin fjögur hefðu með sér sam-
vinnu um dagskrána. Söfnin eru,
60
Safnfræðsla
í Þjóðminjasafni Íslands
veturinn 2019–2020