Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 59

Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 59
bekkir fræðslunnar í einu, hver í sinni skólastofu. Reynslan af þessari tilraun var góð og finnst okkur full ástæða til að bjóða fjarheimsóknir í safnið áfram. Samferða í söfnin Í sumar buðum við gestum margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og sögu þjóðarinnar. Börn og fjölskyldur voru sérstaklega boðin velkomin í safnið með fjöl- breyttri dagskrá undir handleiðslu safnkennara. Dagskráin fór fram á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum í níu vikur samfleytt. Þriðjudagar í Safnahúsinu voru und- ir þemanu Ímyndun eða veruleiki? Þjóð­ sögur, kynjaskepnur, goðsögur. Saman þræddu safnkennarar og gestir hluta sýningarinnar Sjónarhorn og kynnt- ust sögunum á bak við sýningar- munina. Á miðvikudögum kallaðist dagskráliðurinn Morgunstund gefur gull í mund og fól í sér að eiga rólega morgunstund, kynnast nánar ólík- um tímahólfum í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, læra á sýninguna og þá leyndardóma sem þar er að finna. Á föstudögum fór dagskráin fram í Stofu (sjá hér að neðan). Ým- ist voru dregnir fram safnkassar eða haldnar smiðjur. Safnkassarnir innihalda mismunandi þematengda hluti frá fyrri tíð. Kíkt var í kassana og innihald þeirra tengt við grunn- sýningu Þjóðminjasafnsins og þær sérsýningar sem standa yfir. Til að höfða til fleiri aldurshópa var boðið upp á örleiðsagnir í fyrsta sinn í Þjóðminjasafninu í sumar. Þær tóku rúmlega 20 mínútur og var grunnsýningin Þjóð verður til – menn­ ing og samfélag í 1200 ár skoðuð út frá mismunandi þemum. Þau voru ratleik í gegnum grunnsýninguna. Safnkennarar klæddu sig upp í þjóðlega búninga og leiddu ratleik- inn Á þeysireið um Þjóðminjasafnið og spjölluðu saman og við áhorfendur um efni hans. Mikil stemmning myndaðist í kringum útsendinguna hjá starfsfólki sýningagæslu og fleir- um sem þróaðist út í það að þau öll klæddu sig líka í búninga og þróuðu hvert um sig karakter sem lék þög- ult en áhrifamikið hlutverk í út- sendingunni. Ratleikurinn er síðan aðgengilegur í gegnum heimasíðu, á Facebook og YouTube rás safnsins. Á meðan heimsóknir skóla lágu niðri buðu safnkennarar kennurum í heimsókn með nemendur sína í gegnum beint streymi á Teams. Undirtektir voru dræmar en þó þáði einn árgangur grunnskóla nokkurs slíka fjarheimsókn og nutu þá þrír 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.