Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 59

Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 59
bekkir fræðslunnar í einu, hver í sinni skólastofu. Reynslan af þessari tilraun var góð og finnst okkur full ástæða til að bjóða fjarheimsóknir í safnið áfram. Samferða í söfnin Í sumar buðum við gestum margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og sögu þjóðarinnar. Börn og fjölskyldur voru sérstaklega boðin velkomin í safnið með fjöl- breyttri dagskrá undir handleiðslu safnkennara. Dagskráin fór fram á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum í níu vikur samfleytt. Þriðjudagar í Safnahúsinu voru und- ir þemanu Ímyndun eða veruleiki? Þjóð­ sögur, kynjaskepnur, goðsögur. Saman þræddu safnkennarar og gestir hluta sýningarinnar Sjónarhorn og kynnt- ust sögunum á bak við sýningar- munina. Á miðvikudögum kallaðist dagskráliðurinn Morgunstund gefur gull í mund og fól í sér að eiga rólega morgunstund, kynnast nánar ólík- um tímahólfum í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, læra á sýninguna og þá leyndardóma sem þar er að finna. Á föstudögum fór dagskráin fram í Stofu (sjá hér að neðan). Ým- ist voru dregnir fram safnkassar eða haldnar smiðjur. Safnkassarnir innihalda mismunandi þematengda hluti frá fyrri tíð. Kíkt var í kassana og innihald þeirra tengt við grunn- sýningu Þjóðminjasafnsins og þær sérsýningar sem standa yfir. Til að höfða til fleiri aldurshópa var boðið upp á örleiðsagnir í fyrsta sinn í Þjóðminjasafninu í sumar. Þær tóku rúmlega 20 mínútur og var grunnsýningin Þjóð verður til – menn­ ing og samfélag í 1200 ár skoðuð út frá mismunandi þemum. Þau voru ratleik í gegnum grunnsýninguna. Safnkennarar klæddu sig upp í þjóðlega búninga og leiddu ratleik- inn Á þeysireið um Þjóðminjasafnið og spjölluðu saman og við áhorfendur um efni hans. Mikil stemmning myndaðist í kringum útsendinguna hjá starfsfólki sýningagæslu og fleir- um sem þróaðist út í það að þau öll klæddu sig líka í búninga og þróuðu hvert um sig karakter sem lék þög- ult en áhrifamikið hlutverk í út- sendingunni. Ratleikurinn er síðan aðgengilegur í gegnum heimasíðu, á Facebook og YouTube rás safnsins. Á meðan heimsóknir skóla lágu niðri buðu safnkennarar kennurum í heimsókn með nemendur sína í gegnum beint streymi á Teams. Undirtektir voru dræmar en þó þáði einn árgangur grunnskóla nokkurs slíka fjarheimsókn og nutu þá þrír 61

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.