Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 12
14
Safnasafnið á Svalbarðsströnd í Eyjafirði á 25 ára afmæli í ár og af því tilefni brá Kvistur sér norður
og skoðaði sýningar sumarsins og
hitti stofnendur þess, Níels Hafstein,
myndlistarmann, og Magnhildi
Sigurðardóttur, geðhjúkrunarfræðing.
Það er alltaf sérstaklega ánægjulegt að
koma í Safnasafnið. Á hverju ári eru
skipulagðar margbreytilegar og áhuga-
verðar sýningar sem kallast á við þann
sérstaka anda sem ríkir í húsunum þar
sem birta, spennandi og frjó list og
fögur blóm móta umhverfið með útsýn
til fjalla og fjarðar. Safnið er miðsvæðis
á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, það
starfar í þremur húsum, þinghúsi Sval-
barðshrepps sem jafnframt var barna-
skóli og samkomuhús, kaupfélagshús-
inu Gömlu-Búð og Norðurálmu. Þessar
byggingar eru tengdar saman með
tveimur glerskálum og hefur einstak-
lega vel tekist til hjá Ragnheiði Þóru
Ragnarsdóttur arkitekt. Salirnir eru
tíu, hver með sinn sjarma og flæði sem
leiðir gestina áfram, einnig anddyri og
stór bókastofa. Á milli hæða eru stigar
og lyfta. Safnið er með fjargeymslu
og þrjú lítil hús á lóðinni undir garð-
húsgögn, efnivið og tæki og fyrir for-
ræktun grænmetis og blóma.
Í stuttu spjalli daginn fyrir opnun sum-
arsýninganna kom í ljós að samskipti
safnsins við íbúa hreppsins hafa ætíð
verið góð og velvilji er ríkjandi innan
sveitarstjórnar og nýr sveitarstjóri,
Björg Erlingsdóttir, safnfræðingur,
skilur þarfir og mikilvægi rekstrar og
verkefna safnsins betur en flestir. Þess
má svo geta að þegar safnið er opnað
á vorin birtast konur úr sveitinni, og
aðrar sem búa fjarri, með veitingar til
að bjóða gestum upp á.
Talið berst að gestum safnsins, Níels
og Magnhildur segja að samsetning
þeirra hafi breyst talsvert á tímabil-
inu. Í fyrstu komu aðallega hópar
kvenna og biðu karlarnir þá oft úti
í bílunum á meðan. Síðan bættust
barna fjölskyldur við og þegar farið var
að sýna verk nýútskrifaðs listafólks
birtist unga fólkið. Safnið hefur alltaf
átt dyggan hóp fastagesta og er áætlað
að um fimmhundruð þeirra heimsæki
safnið árlega. Í könnunum síðustu
árin kom fram að yfir 40% gesta heim-
sækja safnið vegna orðspors þess og
álíka hátt hlutfall vegna ábendinga
og hvatningar. Aðrir hafa fengið upp-
lýsingar á netinu eða gististað sínum.
Sýningar safnsins eru einn af grunn-
þáttum starfseminnar og eru opnaðar
10–12 nýjar sýningar á hverju vori í
húsunum. Þar fyrir utan eru fasta-
sýningar sem breytast lítið milli ára,
en þær eru Verslun Ásgeirs G. Gunn-
laugssonar & Co, textíldeildin, þar sem
til sýnis eru búningareftir Magnhildi,
hannyrðir og smáhlutir, og Brúðu-
stofan, fjölbreytt og falleg kynning á
gripum hvaðanæva að úr heiminum.
Samsetning sýninganna er mis-
munandi en leitast er við að sýna eins
mörg verk úr safneigninni og unnt er,
auk aðfenginna sýninga, með verkum
eftir einfara eða jaðarlistamenn. Einnig
eru fengnir starfandi listamenn til að
sýna og nýútskrifað listafólk sem hefur
tengingar við megináherslur safnsins.
Um samsetningu sýninganna segir
Níels: „Þær þurfa allar að vinna saman.
Í ár er það umhverfið og léttleikinn, í
fyrra var heldur þyngra yfir og form-
fastara, en slíkt er ekki beint skilgreint
fyrirfram heldur gerist það ósjálfrátt í
ferlinu. Undirvitundin stýrir þessu að
einhverju leyti. Uppsetningarnar eru
hugsaðar í heild fyrir öll húsin, að það
séu ákveðnar sjónlínur, hlutir kallist
á, að það sé samspil milli hæða. Allt
úthugsað, hvergi tilviljun, og reynt að
velja verkin þannig að kynjahlutföllin
séu jöfn.“ Sýningarnar í ár eru sérlega
áhugaverðar og skemmtilegar og
kennir að venju margra grasa í orðsins
fyllstu merkingu, útskýrðar svona með
orðum safnstjórans: „Gróður leikur
stórt hlutverk á sýningunum, einnig
sögur og myndlýsingar, umhverfismál,
huldufólk, barnslegt hugarfar, kjarnar,
innsæi og fagurfræði.“
Sýningar á afmælisárinu eru þessar:
Gróður jarðar sem Níels setti upp, að
mestu úr safneigninni, fjölbreytileg
og gerð af miklu innsæi og frjórri
hugsun, og mynda verkin spennandi
og áhrifaríka heild. Önnur sýning
úr safneigninni er Í mannsmynd,
skemmtileg sýning um ýmsar
táknmyndir mannslíkamans, hönnuð
af Unnar Erni J. Auðarsyni. Harpa
Björnsdóttir bjó til sýningu á verkum
eftir Sölva Helgason, eða Sólon Íslandus
eins og hann kallaði sig sjálfur. Á
þessari fallegu sýningu eru sýnd
sextán verk sem ekki hafa sést áður,
þar af fimm í safneign. Auk þess má
sjá skemmtileg verk eftir Helenu
Ósk Jónsdóttur af hestum í ýmsum
myndum, Gunnhildur Hauksdóttir
samdi seiðandi hljóðverk við uppdrætti
að vefnaði og uppsetningum í vefstóla
eftir Jóhönnu Jóhannsdóttur. Fræg
og fögur útsaumsverk Guðrúnar
Bergsdóttur eru þarna, sýningar á
nýjum verkum safnstjórans, Hreins
Friðfinnssonar og Magnúsar Loga
Kristinssonar, einnig gleðirík listaverk
frá Sólheimum. Að venju eru sýnd verk
frá samstarfi safnsins við Leikskólann
Álfaborg á Svalbarðseyri en Valsárskóli
gat ekki verið með að þessu sinnu
vegna Covid-19.
Um upphaf söfnunar þeirra Magn-
hildar og Níelsar, sem varð grunnur
eignarinnar, segja þau hjónin að hún
hafi byrjað þegar þau unnu bæði í Víði-
hlíð, deild á Kleppsspítala, en þar var
Safnasafnið 25 ára
SAFNARÝNI / Sigrún Kristjánsdóttir, deildarstjóri Borgarsögusafni Reykjavíkur