Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 10
og arkitekts. Þetta fyrirkomulag hefur
reynst vel, gestir kunna að meta það að
hitta og spjalla við starfsmann safnsins
og eins hafa gestir miðlað til okkar
upplýsingum varðandi gripina sem
verið er að skrá og rannsaka. Þetta er
gott dæmi um nýtingu á grunni sem
safnið hefur að geyma (safneign, þekk-
ing, húsnæði, heimasíða og samfélags-
miðlar) til þess að skapa líf og samtal.
Alls voru 9 einstaklingar sem fengu
„lykla” að safninu í tengslum við
Safnið á röngunni árið 2019: þrír
sumarstarfsmenn, prófessor á eftir-
launum, listkennslunemi frá Lista-
háskóla Íslands, vöruhönnuður, tveir
starfsnemar frá HÍ, og MA nemi í
safnafræði við HÍ, sem hafði aðstöðu
í safninu til að skrifa lokaritgerð sína
um Einar Þorstein Ásgeirsson.
Á árinu komu fjórir nemendur frá
Worcester Polytechnic Institute í
Massachusetts í Bandaríkjunum,
ásamt tveimur prófessorum, sem
unnu skólaverkefni í samstarfi við
safnið yfir sjö vikna tímabil.
Auk þess höfðu tveir íslenskir fræði-
menn vinnuaðstöðu í safninu á árinu.
Hönnunarskóli Hönnunarsafnsins tók til
starfa. Í hann voru skráðir 8 nemendur
á aldrinum 13–16 ára í 10 vikna nám-
skeið.
Samtals voru því 30 einstaklingar sem
fengu „lykla” að safninu í meira en 4
vikur hver á árinu 2019, auk einstak-
linga sem komu að uppsetningu sýn-
inga og þróun og umsjón viðburða. Nú
er varla þverfótað hér fyrir samtölum
og hugmyndum og að sjálfsögðu
skynja gestir safnsins það. Það er
galdur að skapa góða stemmningu og
maður gerir það ekki einn.
Öll söfn geta nýtt sér þessa aðferða-
fræði. Markmiðið þarf að vera skýrt.
Þá þarf að kortleggja grunninn og
út frá honum möguleikana til að
ná markmiðinu. Muna að ekkert er
asnalegt, setja allt í pottinn. Sjóða svo
niður með samtölum og tilraunum,
samtölum og tilraunum, þar til bragð-
mikill kjarninn situr eftir.
Það sem þarf að varast er að sökkva
sér um of í allt sem er ómögulegt. Þá
stíflast allt, sköpunargleðin fjarar út
og vonleysið tekur völdin. Einbeitum
okkur frekar að tækifærunum, þau
eru til staðar þó svo þau blasi ekki
alltaf við. Ég sit og skrifa þessar hug-
leiðingar á dásamlegum stað, Óbyggða
setrinu í Fjarðarbyggð. Í sumar hafa
komið hingað þrjú- til fjögurhundruð
gestir á dag! Setrið er eins mikið úr
alfaraleið og hægt er að ímynda sér
en það geta greinilega verið tækifæri
í því þegar fólk á sér draum, hefur
markmið og vinnur vel úr því sem er
til staðar.
AÐ SKAPA SAMTÖL
Sigríður Sigurjónsdóttir,
safnstjóri og vöruhönnuður
12