Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 52
54
Gettysburg. Við þurfum að nota
sýndarveruleikann eins og er verið
að gera á Sauðárkróki.
Nú mættu breytingarnar
í Skagafirði nokkurri andstöðu
meðal safnamanna.
Að mínu mati er best að hægt sé að
tvinna þetta saman, sterkan fræði-
legan grunn sem byggir á fjölbreyttri
reynslu og þekkingu starfsfólks og það
sem ég held að við munum líka sjá er
að fólk er að fara á söfn til að njóta.
Til að geta tengt við eitthvað sem fólk
þekkir úr sínum veruleika. Við höfum
sérstakt tækifæri til að gera söguna
spennandi – hver hefur ekki áhuga á
Sturlungaöld?
Hvað með stöðu safnaráðs í stjórn-
sýslunni, nú hefur oft verið rætt um
að slíkar einmenningsskrifstofur eigi
ekki framtíðina fyrir sér. Hvernig
sjáið þið þróunina varðandi þessar
einmenningsskrifstofur fyrir ykkur í
þeirri umræðu sem nú á sér stað um
breytingar í menningarstjórnsýslu á
vegum ráðuneytisins?
Ég sé fyrir mér að það sé ákveðin
heildstæð stefna, en ef þú ætlar að
vera með opinbera stefnumótun sem
er byggð á góðum grunni þá verð-
ur eignarhaldið að vera þeirra sem
starfa innan málaflokksins til þess að
þeir hafi trú á stefnunni. Það getur
ekki komið frá okkur í ráðneytinu,
þar sem við segjum bara „svona
verður þetta“. Það sem við eigum að
passa upp á er að stjórnsýslan sé vel
rekin en um leið treysta faglegum
bakgrunni fólksins sem þarna starfar
og það er það sem við erum að gera.
Taka samtalið, fá skýrslur og líka
leita leiða til þess að styðja við þá
sem vilja vera í samstarfi. Við vitum
það að samstarf getur verið mjög
gefandi sé það vel gert og snýst fyrst
og fremst um samvinnu fólks. En ég
er ekki á því að við eigum að gera það
nema það sé ríkur samstarfsvilji og
fólk sjái tilganginn. Við getum sett
ákveðna gulrætur inn í þetta og ég
held að fólk sjái einhvern vísi að því.
En svo verðum við að horfast í augu
við að við stöndum frammi fyrir allt
öðrum veruleika í dag en við gerðum
í upphafi árs. Ég er mjög meðvituð
um það.
Að lokum bað ég Lilju um að hugsa
um veturinn framundan með mér,
hvað gerum við. Draga söfnin sig í
hýði eða sækja þau fram. Megum
við eiga von á breytingum á styrk-
veitingum hins opinbera til safna
sem verða fyrir verulegu tekjutapi?
Söfnin eiga að sækja fram, það er
einstakt tækifæri til að efla heima-
markaðinn þó það þurfi að reyna að
halda aðgangseyri í lágmarki þannig
að hann verði ekki hindrun, t.d. fyrir
barnafjölskyldur. Við þurfum að ala
upp kynslóðir áhugafólks um sögu og
menningu og lykilfólk í þeirri vegferð
er starfsfólk safnanna sjálfra.
Þegar Lilja hafði svarað mínum
nokkuð þurru spurningum áttum
við spjall um ýmislegt varðandi söfn,
sýningar og menningararfinn.
Eins og kannski þú heyrir þá er
ég mjög áhugasöm um söfn og við
fjölskyldan skipuleggjum ferðir til
útlanda í kringum safnaheimsóknir.
Við bjuggum í Washington DC,
þar sem er gríðarleg safnamenning,
á meðan börnin okkar voru ung.
Ókeypis er inn á öll söfnin í
Washington og þau eru troðfull allar
helgar, þú sérð alla þjóðfélagshópa
þar. Það er inni í menningunni þar
eins og víðar að fara á safn, það er
partur af helginni hjá venjulegum
fjölskyldum. Minn draumur er að
það sé partur af helginni hér líka að
þú farir á safn. Mér finnst íslensku
söfnin flott og metnaðarfull, við
erum með góða fagþekkingu sem
hefur aukist mikið á síðustu 25
árum. Miðlunin er að verða öflugri
og mér finnst það skemmtilegasta
við að ferðast um Ísland það er að
fara á söfn.
Lilja sagði mér frá því að hún hefði
heimsótt Cabinet War Rooms og
sýninguna um Churchill í London,
eftir heimsóknina sendi hún safninu
athugasemdir um að ekkert væri
minnst á tengsla hans við Ísland
heimsókn hans hingað í ágúst 1941.
Hún hefur síðan staðið í bréfaskipt-
um við aðstandendur sýningarinnar.
Ráðherrann er greinilega áhuga-
samur safngestur.
VIÐTAL VIÐ MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Ágústa Kristófersdóttir,
forstöðumaður Hafnarborgar