Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 16
18
unglinga með markvissum hætti eða
að einhverju leyti. Fram kom að flest
höfðu reynt að ná til sem flestra hópa
í gegnum samfélagsmiðla.
„Líðan er náttúrlega óvissa
um framtíðina.“
Í könnuninni var einnig leitast við að
draga fram hvernig starfsfólk safna
tókst andlega á við faraldurinn og
hvaða áhrif hann hafði á dagleg störf
starfsfólks út frá þeim þætti. Í svörum
kom fram að það sem hvíldi einna
mest á starfsfólki var hættan á smiti,
hvort sem var á meðal starfsfólks eða
gesta. Spurningar um sóttkví og hætt-
una á að allur vinnustaðurinn yrði
settur í sóttkví hvíldi einnig þungt á
starfsfólki og almennt hve framtíðin
var óljós þar sem framvinda sjúkdóms-
ins var flestum hulin. Eftir því sem
á leið faraldurinn snerust áhyggjur
starfsfólk einkum að rekstri safnsins
og mögulegum uppsögnum. Þá ríkti
mikil óvissa um sumarstarf safnanna
og hvernig átti að bregðast við kröfum
um tveggja metra reglu, til að mynda
í tengslum við viðburðahald. Stjórn-
endur leituðust við að hafa gott upplýs-
ingaflæði og voru sumir með reglulega
starfsmannafundi og hópefli þar sem
andleg líðan var á meðal umræðuefna.
Almennt töldu svarendur að yfirvegun
hefði þó ríkt á meðal starfsfólks og
tekist á við þau vandamál sem veiran
skapaði um leið og þau komu upp.
„Eflt samheldni, aukin vitund um
mikil vægi hreinlætis og aukinn
skilningur á mikilvægi safna og
sýningastarfs.“
Þó svo að Covid-19 sé búið að setja
allt á hvolf um allan heim þá fundu
svarendur ýmislegt jákvætt við þetta
fordæmalausa ástand. Margir bentu
á að það þetta hafi þurft til að sýna
fram á að fjarfundarbúnaður virkar
vel og er að margra mati kominn til
að vera. Það sátu allir við sama staf-
ræna borðið og var mikil stuðningur
að geta leitað til kollega um land allt
og heyra hvað þeir voru að gera.
Samkvæmt svörum stjórnenda þá var
tíminn nýttur til skráninga muna
og ljósmynda og var góður gangur
í þeim verkefnum þar sem minna
var um annað áreiti eins og þegar
opið er fyrir gesti. Einnig var tekið
til hendinni í varðveisluhúsum og
viðhaldi sýninga og safnhúsa sinnt.
Mörg söfn nýttu tímann vel til að
miðla stafrænt. Almennt má segja að
starfsfólk safna hafi nýtt tímann vel
og hugað að innra starfi en einnig
unnið að verkefnum framtíðar og
unnið þannig í haginn.
Hlutverk safna í veiru og vá …að
„opna“ dyrnar á safninu þó svo að
það væri lokað.
Það var svar margra að hlutverk
safnsins í kófinu hafi einkum verið að
miðla þeim mikla fróðleik sem söfn
varðveita. Flestum svarenda þótti
mikilvægt að miðla innihaldsríkri
afþreyingu og vekja þannig áhuga
áhorfenda/lesenda á safninu, í raun
opna dyrnar á safninu þó svo að
það væri lokað. Þá lögðu mörg söfn
áherslu á að sinna innra starfi að kost-
gæfni og minna þannig samfélagið á
mikilvægi sitt.
Þegar litið er í baksýnisspegilinn
töldu flest söfn sig hafa gert eins vel
og þau höfðu efni og aðstæður til.
Þó tók einn svarandi fram að það
hefðu verið mistök að nýta hluta-
bótaleiðina. Sum nefndu þó að þau
hefðu mátt nýta samfélagsmiðla enn
betur. Fyrstu viðbrögð safna sýna þó,
að mati svarenda, að þau hafi brugð-
ist hratt og skynsamlega við þeirri
vá sem við blasti. Starfsfólk safna
er skapandi og var fljótt að aðlagast
nýjum veruleika án þess þó að slá
af faglegum kröfum. Allir settu ör-
yggi gesta og starfsfólks í fyrsta sæti
og sinntu áfram af elju og dugnaði
þeim faglegum verkefnum sem
söfnum er treyst fyrir, sama hvaða
vandi steðjaði að. Þá voru tekin upp
ný viðmið er kom að þrifum og um-
gengni við gesti.
sendingu á Facebook. Söfnin nefndu
einnig að Instagram hefði verið not-
að með ágætum árangri m.a. fyrir
vefleiðsagnir og miðlun myndbanda.
Nokkur söfn nýttu sér þann kost
að miðla sýningum í gegnum Sarp.
Samfélagsmiðlar eins og Snapchat,
Twitter, Tik Tok eru lítið sem ekkert
notaðir miðlar. Almennt virðist vera
mikil þekking á Facebook en alls
töldu 67.4% svo vera og 27.91% töldu að
einhver þekking væri til staðar inn-
an safnsins. Mjög fáir telja að engin
þekking sé til staðar á samfélags-
miðlum. Einnig kom fram að færni
hefði aukist í notkun fjarfundaforrita
sem auðvelduðu safnafólki samskipti
bæði innan og á milli vinnustaða.
Spurt var út í hvort að höfundarréttur
kæmi í veg fyrir að hægt væri að
miðla safnkostinum með stafrænum
leiðum og kom í ljós að meirihluti
safnkosts er utan höfundarréttar.
Fram kom að tíu söfn hafa gert samn-
ing við Myndstef um birtingar á safn-
kosti sem varinn er höfundarrétti.
Safnið í sófann
Myllumerkið #safniðísófann fór á flug á
samfélagsmiðlum. Það byrjaði á Akur-
eyri en brátt fóru söfn um allt land að
notað merkið. Líklega hefur rafræn
miðlun safnanna glatt fólk á meðan á
samkomubanninu stóð. Myllumerkið
virkaði vel og var áhugavert að sjá
hversu mörg söfn nýttu þennan kost.
Miðlunarverkefnin á netinu voru
mjög fjölbreytt t.d. voru sýningar í
gegnum Sarp, lifandi leiðsagnir á
samfélagsmiðlum, boðið var upp á
heimsóknir í þrívídd, hægt var að
fylgjast með daglegu starfi á söfnum,
ljósmyndum og fræðslu var deilt á
skapandi hátt. Mismunandi var hvort
unnið var nýtt efni í samkomubann-
inu eða annað efni sem var þegar
til notað. Spurt var um hvort söfnin
hefðu reynt að tengjast ákveðnum
gestahópum/markhópum með miðlun
sinni. Börnum og unglingum, eldri
borgurum, fólki með fötlun og fólki
af erlendum uppruna. Um helmingur
svarenda reyndi að ná til barna og