Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 27

Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 27
29 Vinnan við yfirferð og flutninga færði starfsfólkinu sem vann hörðum hönd- um í ríflega fjögur ár í verkinu mjög aukna þekkingu á því efni sem varð- veitt er í safninu. Liður í því stórvirki var að starfsmenn öðluðust ekki bara yfirsýn yfir safnkostinn heldur einnig jókst þekking þeirra um gripi og safn- kost. Flokkun og vistun safnkosts varð skilvirkari og hagkvæmari m.a. með leigu á rými fyrir þá muni sem ekki þurfa á hátæknivistun að halda. Hægt var að uppfæra aðstöðu og umbúnað Ljósmyndasafns Íslands, sem fékk aukið rými við flutninginn, en það er hluti Þjóðminjasafnsins og áfram með aðsetur í Kópavogi. Flutningurinn leiddi til þess að ýmiss konar tækjabúnaður og léttitæki voru keypt sem eiga eftir að gagnast næstu árin. Af því er mikill ávinningur fyrir vinnustaðinn því einhvers staðar var sagt að helstu kostir góðs safnmanns væri að geta borið þunga hluti milli staða. Nú er öllu ekið eða lyft með viðeigandi búnaði. Því fylgir líka ákveðinn léttir að hugsað var vel fram í tímann hvað varðar rými. Hvernig getur veiting Íslensku safnaverðlaunanna til Þjóðminja- safns Íslands verið fordæmis- gefandi og hvetjandi fyrir íslensk safnastarf og samstarf? Því er auðvelt að svara. Með nýrri Varðveislu- og rannsóknamiðstöð var markmiðið að setja ný viðmið í þágu málaflokksins alls og til þess að sýna fram á aðstæður safnsins þá er sjón sögu ríkari og þegar tímar leyfa og þegar kórónuveiran hefur verið beisl- uð þá væri gott að geta efnt til hátíðar- dags þar sem fólki yrði boðið að koma að sjá húsakynni og aðstöðu bak við tjöld Þjóðminjasafns Íslands. Það hafa raunar margir komið til þess að skoða og við notum hvert tækifæri til þess að bjóða erlendum gestum að skoða. Þeir hafa lokið upp lofsorði á aðstæður safnsins. Við viljum leggja áherslu á það að umgengni um varðveislumið- stöðina er öryggisstýrð og þar hafa einungis fáir starfsmenn aðgengi enda er öryggis gætt í hvívetna bæði hvað varðar bruna-, hrun- og innbrotsvarn- ir. Verkefni Þjóðminjasafnsins sem verðlaunuð voru draga fram innri störf safna sem oft eru lítt sýnilegt almenningi, en mikilvæg undirstaða fyrir aðra starfsemi og sannlega for- dæmisgefandi. Við afhendingu verðlaunanna lýsti Margrét því yfir að safnið vildi nota verðlaunaféð til kynningar safna á landsvísu og því var fylgt eftir með átaki sem bæði mátti heyra og sjá á plakötum víða undir yfirskriftinni Samferða á söfnin. Það tek ég heils- hugar undir og fyrir hönd valnefndar Safnaverðlaunanna 2020 óska ég tilnefndum söfnum og verðlaunahafa til hamingju sem og öllum þeim sem verkefnanna fá notið. Inga Jónsdóttir, formaður valnefndar. Þá höfum við nú yfir að búa ágætu rannsókna- og forvörsluverkstæði með viðeigandi búnaði og aðstöðu. Þegar kemur að skráningu og aðgengi að safnkostinum þá hefur orðið mikil breyting á og á enn eftir að batna þegar öllum frágangi verður lokið. Okkar vonir standa til að Varðveislu- og rannsóknamiðstöðin verði öðrum söfnum bæði hvatning og fyrirmynd. Að verki loknu erum við í stakk búin að til þess að fræða kollega okkar og samstarfsfólk um það ferli sem við fórum í gegnum. Hvert er mikilvægasta framlag Handbókar um varðveislu safn- kosts til varðveislumála? Handbókin varð til fyrir framtak og forystu Þjóðminjasafnsins í samræmi við hlutverk þess sem höfuðsafns og var unnin í samvinnu við fleiri varð- veislustofnanir svo sem Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn sem lögðu til efnivið en frágangur og birting var á okkar höndum. Ritstjóri var Nathalie Jacqueminet, forvörður og þáverandi varðveislustjóri Þjóðminjasafnsins. Handbókin er mikilvægur liður í því að efla varðveislustarfið og miðlun þar um á vegum Þjóðminjasafnsins. Með þessari vinnu sannaðist forystuhlut- verk Þjóðminjasafns gagnvart öðrum söfnum. Rafrænt útgáfuform bókar- innar gerir kleift að hægt verður að uppfæra hana á næstunni því í varð- veislu og forvörslu eru stöðugar fram- farir eftir því sem þekkingu fleytir fram. Bókinni er ætlað að vera styðj- andi í safnastarfi og efla samstöðu og samstarf allra safna. Hvernig hafði nýja Varðveislu- og rannsóknarmiðstöðin í Hafnafirði áhrif á innra starf Þjóðminjasafnsins? Hún auðveldar umgengni og um- önnun safnkostsins. Það þýðir að vinnuaðstaða starfsmanna er prýðileg sem og allra þeirra sem leita eftir þjónustu safnsins við griparann- sóknir, í mjög sérhæft bókasafn þess, skjala- og gagnasafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.