Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 70

Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 70
72 Reglulega berast fréttir utan úr heimi af misheppnuðum viðgerðum sem hafa valdið skemmdum á listaverkum og öðrum menningarminjum. Nýlega komu þær fréttir frá Spáni að þekktu málverki, eftirgerð eftir málarann Murillo, hafi verið mikið breytt í „forvörslumeðferð“ og verkið orðið óþekkjanlegt eftir meðferðina, sem ekki var unnin af forverði. Það virð- ist því vera að margir þekki ekki til hlutverks forvarða og hversu mikillar færni og þjálfunar það krefst að ráð- ast í slíkar meðferðir. Í framhaldi af málinu hafa spænskir forverðir, með fagmenntun, krafist strangari reglu- gerða varðandi það hver má taka að sér forvörslu menningararfsins, til þess að koma í veg fyrir að verk verði eyðilögð eins og í umræddu tilviki. Hvers vegna var ekki leitað til forvarða í þessu tilfelli? Gæti slíkt atvik gerst á Íslandi? Mikilvægt er að þeir sem sinna forvörslu hafi hlotið tilskilda menntun, til að koma í veg fyrir skaða af þessu tagi. Hér eru nokkur atriði sem safn- menn geta haft í huga þegar staðið er frammi fyrir viðgerðum á grip. 1. Starfsheitið forvörður er ekki lög- verndað sem þýðir að hver sem er getur starfað sem slíkur, jafnvel án nokkurrar menntunnar. 10 mikilvæg atriði varðandi forvörslu menningarminja 2. Forvarsla er frekar ungt fag á Íslandi. Fyrstu íslensku háskóla- menntuðu forverðirnir útskrifuðust í lok 9. áratugs síðustu aldar. Áður fyrr var að mestu talað um viðgerðir. 3. Forvarsla er ekki kennd á Íslandi. 4. Háskólanám í forvörslu er 3–5 ár. Í dag er algengt að forverðir séu með viðbótamenntun í fagi sem tengist menningararfi eða vísindum. 5. Forverðir með háskólamenntun eru sérfræðingar og vinna sam- kvæmt siðareglum ICOM. 6. Það er á ábyrgð safnstjóra / menn- ingarstofnana að kanna menntun og reynslu forvarða sem þeir ráða í vinnu eða kaupa þjónustu af. 7. Félag norrænna forvarða – Ísland var stofnað 1983 og er hluti af Norræna fagfélaginu NKF . Í dag geta eingöngu forverðir sem lokið hafa að lágmarki 3ja ára forvörslumenntun frá viður- kenndum skóla, samsvarandi BA eða BS gráðu frá háskóla verið fullgildir félagsmenn (sjá: www.nkf.is). 8. Félag íslenskra forvarða hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins forvörður án árangurs. 9. Í mörgum Evrópulöndum mega söfn eingöngu ráða forverði sem hafa fengið opinbera viðurkenningu um menntun og viðeigandi reynslu. 10. Afleiðingar misheppnaðra forvörsluaðgerða geta komið í ljós löngu eftir að forvörslu er lokið. Til þess að tryggja langtímavarðveislu gripa skiptir val efna sem notuð eru í forvörslu jafn miklu máli og útlit þeirra. Menntaðir forverðir búa yfir þeirri þekkingu sem til þarf, varð- andi efnisval og annað sem máli skiptir, þannig að forvörslumeðferðin standist tímans tönn. Félag norrænna forvarða – Ísland vonar að söfn landsins og aðrir sem að hafa með varðveislu menningararfsins að gera, vandi sig við val á fagmönnum þegar kemur að forvörslu, viðgerðum og varðveislu hans. Nathalie Jacqueminet og NKF – Ísland www.theguardian.com/artanddes- ign/2020/jun/22/experts-call-for-reg- ulation-after-latest-botched-art-re- storation-in-spain FORVARSLA OG FAGMENNSKA Hér má sjá umrætt verk. Myndin til vinstri er af upprunalegu verkinu og myndirnar tvær til hægri eru tvær ólíkar viðgerðatilraunir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.