Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 88

Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 88
Þetta er menningarsaga um flutning Íslendinga til Norður-Ameríku, með óvæntum uppá-komum,“ segir dr. Lau-rie Kristine Bertram sem gaf nýlega út bókina Viking Immig rant s: Icelandic Nor th Americans. Bókin er um þann mikla fjölda Íslendinga sem fluttu til Kanada við lok 18. aldar og í upphafi þeirrar 19. Um fjórðungur þjóðarinnar f lutti til annaðhvort Bandaríkjanna eða Kanada. Í bókinni er skoðuð saga búferlanna með myndum, viðtölum, munum og uppskriftum. Hún segir að í bókinni skoði hún hvernig samfélagið hafi breyst í gegnum augu hins almenna borg- ara. „Ég ólst upp á skosk-íslensku heimili og í ákveðinni menningu en samt var ég aldrei hluti af neinu sérstöku menningar-samfélagi. Við vorum samt með ýmsa siði sem aðrir voru ekki með og ég tók eftir því að fjölskyldan var frábrugðin öðrum. Þegar ég byrjaði að vinna þetta verkefni ákvað ég því að leggja áherslu á hversdagslífið og hvernig menningin breytist heima hjá fólki,“ segir Laurie. Hún segir að því séu í bókinni kaflar um tísku og kaffimenningu. Þá er einnig kafli í bókinni um sam- band Íslendinga við frumbyggja sem er sögð í gegnum draugasögur, af hverju víkingar eru vinsælir og svo um vínartertu. „Þegar Íslendingarnir komu til Kanada drukku allir te, en Íslend- ingarnir vildu ekkert hafa með það. Það var óásættanlegt að mati Íslendinganna og þeir hófu því að drekka kaffi og kenna öðrum það,“ segir Laurie. Tengslin enn sterk Hún segir að saga búferlaf lutninga Íslendinga til Norður-Ameríku sé að mörgu leyti einstök. Tengsl núlifandi Vestur-Íslendinga við Ísland eru að mörgu leyti enn mjög sterk. Í bænum Gimli í miðju Kan- ada eru öll götuheiti íslensk, þar er lítil bókabúð sem selur íslenskar bækur og fólk nefnir jafnvel enn börnin sín íslenskum nöfnum. „Ég held að þetta sé skrítna þrjóskan og veggurinn sem fólk setur upp þegar það f lytur búferl- um. Fólk breytist, aðlagast og gerir það sem það þarf til að ná langt, en sumt er eitthvað sem breytist aldr- ei. Það er kannski skrítið en þetta er held ég ein af ástæðunum fyrir því að fólk er svo heltekið af vínartertu í þessu samfélagi. Þetta er merki sam- heldni, samfélags og lífsins á Íslandi á 17., 18. og 19. öld,“ segir Laurie. Hún segir að tertan hafi orðið þekkt í samfélagi Vestur-Íslendinga á sama tíma og þeir voru byrjaðir að missa tengsl við tungumálið og voru að f lytja í burtu frá innf lytj- endahverfunum sem byggðust upp þegar Íslendingarnir komu fyrst. „Vínartertan kom inn á þessum tíma sem einhvers konar tákn. Þú þurftir ekki að vera í Gimli til að búa til vínartertu, það er hægt hvar sem er. En þetta er eitt af táknun- um sem ekki verður breytt,“ segir Laurie. Vínarterta en ein tegund lag- köku sem var vinsæl á þeim tíma sem Íslendingar voru að f lytja til Kanada og hefur lítið breyst þar, en þekkist minna hér á landi. „Hún er frosin í tíma hér,“ segir Laurie og bætir við: Vínartertan sameiningartákn Nýverið kom út bókin Viking Immigrants: Icelandic North Amer- icans, um mikinn fjölda Íslendinga sem fluttu til Kanada í Norður- Ameríku á 18. og 19. öld. Saga búferlanna er sögð í gegnum augu hins almenna borgara, þá og í dag. Hin íslenska vínarterta gegnir þar lykilhlutverki ásamt draugasögum og íslenskri kaffimenningu. Aðalbjörg og Sigríður Jóa­ kimsdætur. Laurie fann myndina á Eyrarbakki Icelandic Heri­ tage Centre í Hnausa í Mani­ toba . MYND/ EYRARBAKKI HER- ITAGE CENTER Siggi, sonur Laurie, býr til sína fyrstu vínartertu. MYND/AÐSEND Úr Hnausa General Store í Hnausa, Kanada. MYND/AÐSEND Dr. Laurie Kristine Bertram ólst upp á skosk/íslensku heimili. MYND/AÐSEND Vínartertuuppskrift frá árinu 1949 og er frá Bottineu í Norður­Dakóta. Uppskriftin birtist fyrst í stóru, amerísku kvennablaði, McCall’s. MYND/AÐSEND Lovísa Arnardóttir lovisaa@frettabladid.is „Lagkakan hefur verið nútíma- vædd á Íslandi. Það eru færri lög. Það er sulta í stað kryddaðra sveskja. Vínartertan er frænka þessara kaka og sú sem fólk er hel- tekið af hér enn í dag er sú sem var gerð á þessum heimilum Íslendinga sem komu til Kanada fyrir svo löngu síðan.“ Spurð fyrir hvern bókin sé segir Laurie, sem er sagnfræðingur, að hún hafi eftir fremsta megni reynt að hafa hana þannig hún höfði til sem f lestra. „Ég varði löngum tíma í að rann- saka fyrir hana þannig að það er mjög mikið af gögnum í henni. Ég reyndi að skrifa hana þannig að fólk geti tekið hana upp og lesið og tekið það sem það vill,“ segir Laurie. Vínartertuuppskriftir Í bókinni eru um 30 myndir sem Laurie fann bæði á Þjóðarbók- hlöðunni hér á Íslandi, í Bandaríkj- unum og í Kanada. Um helmingur myndanna hefur aldrei verið birtur í bók áður. Þá er þar einnig að finna safn vínartertuuppskrifta. „Það eru nokkrar sögufrægar uppskriftir sem sýna hvernig kakan hefur þróast í gegnum tím- ann. Þú gætir búið til vínartertu- rannsóknarstofu heima hjá þér ef þú vildir,“ segir Laurie. En hvað er málið með víkinga? „Þegar Íslendingarnir f luttu til Norður-Ameríku var það vegna ástandsins þar. Enskumælandi Ameríkanar höfðu oft lítið álit á innf lytjendum og komu illa fram við þá. Þeir komu sérstaklega illa fram við Íslendinga sem þeim fannst ekki skilja norðrið nægi- lega vel. Þau kölluðu Íslendinga „eskimóa“ og til að bregðast við því ákváðu Íslendingar að kenna sig við „nútíma-víkinga“,“ segir Laurie. Hún útskýrir að á Viktoríutím- anum hafi fólk verið heltekið af víkingum. Það hafi verið búið til víkingaskip á heimssýningunni í Chicago, fólk hafi lesið Íslend- ingasögurnar og Íslendingar hafi ákveðið að nýta sér það. „Víkingarnir eru f lókið tákn. Þeir vísa bæði í að búferlaflutningar eru eldri og í bókmenntamenningu Íslendinga,“ segir Laurie. Bókin er gefin út af háskólanum í Toronto þar sem hún kennir og er að hennar sögn 25 prósenta afsláttur af bókinni sem ætti að koma í stað f lutningsgjaldanna. Hægt er að nálgast hana hér í vef- sölu háskólans. ÞEGAR ÍSLENDINGARNIR KOMU TIL KANADA DRUKKU ALLIR TE, EN ÍSLENDINGARNIR VILDU EKKERT HAFA MEÐ ÞAÐ. 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R56 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.