Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 12

Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 12
Þetta mun einnig hjálpa til þegar verið er að vinna rannsóknir eða annað, þá eru þetta ekki textar sem týnast inni í einum bækling, heldur fara þeir inn í ritröð. Það er mikilvægt fyrir okkur sem lista- safn, sem er akademísk stofnun, að hver einasta sýning er birting og hver einasta sýning er rann- sókn, þannig að við viljum ekki að svona hlutir hverfi. Við viljum auðvelt aðgengi að öllum þessum sýningarupplýsingum. Með því að fjölga sýningum vonast ég einnig til þess að fólk í nærsamfélaginu komi oftar á safnið og njóti. Ég held reyndar einnig að það muni gerast við breytingar hér innan- húss. Safnið er falið í dag.“ Listasafn Reykjanesbæjar verði áfram þekkt samtímalistasafn – Hver var þín sýn á Lista- safn Reykjanesbæjar þegar þú sóttist eftir þessu starfi? „Ég var búin að þekkja þetta safn lengi, þar sem ég hef verið hluti af þessari senu í einhver þrjátíu ár. Ég hafði oft sótt safnið heim og alla tíð. Ég vil halda áfram að tryggja að Listasafn Reykjanesbæjar sé þekkt samtímalistasafn. Að halda uppi þeim standard er heilmikil vinna. Ég vil ekki bara tryggja það, heldur gefa í og að við séum best. Ég hef ekkert minni metnað en það. Þegar við náum að byggja upp athygli þá vil ég að foreldar komi inn á safnið með börn sín. Þegar breytingarnar hafa verið gerðar vil ég geta sett upp vinnustofur fyrir börn um helgar og að fólk geti sett sig í þær stellingar að það sé bara hversdagslegt að fara á listasafn. Það sé bara hluti af daglegu lífi og þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru uppi hugmyndir um að hafa jóga og ýmislegt fleira innan listasafnsins. Þegar þú ert með sýningu sem gefur umhverfi sínu eitthvað, þá er markmiðið að sem flestir komi inn í það umhverfi og njóti þess. Við yrðum með aðra viðburði, sem ekki endilega eru listviðburðir, í listasalnum sem er með sýningu uppi, þegar það er hægt, er eitt- hvað sem ég vil líka gera.“ Ég vil halda áfram að tryggja að Listasafn Reykjanesbæjar sé þekkt samtímalistasafn. Að halda uppi þeim standard er heilmikil vinna. Ég vil ekki bara tryggja það, heldur gefa í og að við séum best. Valgerður Guðmundsdóttir fv. menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar. Á sýningunni Af hug og hjarta er að finna tilraunakennd vídeóverk eftir Harald Karlsson. Frá árinu 2014 hefur Haraldur verið að vinna verk í vídeó sem byggja á segulómmyndum af heila og hann kallar einfaldlega Heili (Brain). 12 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.