Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Síða 20

Víkurfréttir - 15.07.2020, Síða 20
Komið er fram í miðjan júlí, allir stóru línubátarnir eru orðnir stopp núna og því eru einu línubátarnir sem eru að róa núna um þessar mundir 30 tonna bátarnir, eins og t.d Einhamarsbátarnir og minni bátar. Aftur á móti þá fer að líða að því að fjör færist í Keflavík og jafnvel Sandgerði því að makrílveiðin fer að hefjast. Hún er reyndar hafin því að stóru uppsjávarskipin eru byrjuð á makrílveiðum og líka er frystitogarinn Hrafn Sveinbjarn- arson GK byrjaður á makrílnum. Enn sem komið er er makríllinn reyndar nokkuð djúpt úti og hefur ekki náð landi, eða í það minnsta verið kominn það nálægt að króka- bátarnir geta byrjað veiðar. Nokkuð margir bátar eru orðnir klárir til veiða á makríl og í Keflavík voru fyrstu bátarnir sem komu þangað Rán GK og Andey GK. Andey GK var búinn að liggja í slippnum í Njarðvík í allan vetur en þessi bátur var aflahæstur allra krókabáta á makríl árið 2018. Þá var Bjössi skipstjóri á bátnum en hann lenti í slysi um haustið 2018 og þurfti þá að hætta með Andey GK. Það sást vel hversu lunkinn fiski- maður Bjössi var því árið 2018 var Andey GK, eins og áður segir, afla- hæsti makrílbáturinn á krókum en árið 2019 var Andey GK með neðstu bátunum sem veiddu makríl. Netabátarnir hans Hólmgríms eru komnir á veiðar. Langanes GK og Maron GK. Báðir er að róa frá Sandgerði og hefur gengið nokkuð vel hjá þeim. Langanes GK kominn með 37 tonn í átta og mest 7,7 tonn og Maron GK 34 tonn í átta og mest níu tonn. Nú fer reyndar að líða að því að hinn stóri báturinn sem Hólmgrímur á, Grímsnes GK, verði klár til veiða en hann lenti í alvarlegri vélarbilun í febrúar 2020 og hefur ekkert róið síðan. Sunna Líf GK hefur landað 6,5 tonn í sex róðrum. Hjá dragnótabátunum þá kom Sigurfari GK með fullfermi til Sandgerðis því landað var úr bátnum 56 tonnum. Siggi Bjarna GK er með 37 tonn í tveimur, Benni Sæm GK 35 tonn í tveimur og Aðalbjörg RE 31 tonn í fimm. Annars má segja að flestallir séu í fríi og þar á meðal ég en þessi pistill er skrifaður frá Laugum í Þingeyjarsveit þar sem ég er búinn að vera í sumarbústað í heila viku ásamt konu, börnum og pabba, Reyni Sveinssyni. Eins og gefur að skilja þá er enginn tenging við sjávarútveginn á Suðurnesjum við þennan stað en hægt er að fara til Húsavíkur og þar finnst ansi mikil tenging við útgerð og sjósókn á Suðurnesjum, nánar um það síðar. Bátar orðnir klárir fyrir veiðar á makríl Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is NÆSTI ÞÁTTUR FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS ALDREI HLÉ! Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. 20 // aFlaFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.