Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 23

Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 23
Sex marka stórsigur Grindvíkinga Grindavík bauð upp á sjóðheita markasúpu á Grindavíkurvelli þegar heimakonur tóku á móti Álftanesi í fjórðu umferð í 2. deild kvenna á Ís- landsmótinu í knattspyrnu. Lokastaðan varð 6:0 fyrir Grindavík. Grindavík byrjaði leikinn af krafti og gestirnir sáu aldrei til sólar. Staðan í hálfleik var 3:0 fyrir Grindavík. Una Rós Unnarsdóttir opnaði mark- areikninginn hjá Grindavík á tólftu mínútu. Eftir það tók Birgitta Hallgrímsdóttir við og raðaði inn mörkum. Hún hafði skorað fimm mörk áður en flautað var til leiksloka. Tvö markanna gerði hún í fyrri hálfleik og bætti við þremur í þeim síðari. VF-myndir: Hilmar Bragi – Þetta var enginn smá leikur hjá þér gegn Álftanesi, leyfðir Unu að skora eitt og sást svo bara um restina. Já, þetta var gaman en Una var geggjuð í þessum leik og átti þátt í flestum mörk- unum. Við vinnum mjög vel saman. – Þið fóruð illa af stað í byrjun móts en hafið verið að koma til baka. Já, þetta byrjaði ekki alveg nógu vel hjá okkur en Ray er búinn að vera duglegur að láta okkur spila saman á æfingum og við erum búnar að ná miklu betur saman en í byrjun. – Þið ætlið ykkur upp, er það ekki? Jú, að sjálfsögðu. Það er ekkert annað í boði. Við höfum góðan tíma núna til að undirbúa næsta leik því þetta er níu liða deild og eitt lið situr alltaf hjá í hverri um- ferð, nú er komið að okkur. Við munum koma sterkar til baka þegar við mætum Sindra í næsta leik og ætlum að vinna þær. – Og hvað ætlarðu að setja mörg mörk þá? Það veit ég ekki [hlær]. Ekkert ákveðið, bara vinna leikinn. Birgitta með fimm Víkurfréttir slógu á þráðinn til markamaskínunnar og heyrðu í henni hljóðið. 2. deild kvenna: Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 23 Una Rós Unnarsdóttir var „geggjuð“ í leiknum, skoraði eitt og átti þátt í flestum hinna marka Grindavíkur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.