Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 24

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 24
Það var á 10. mínútu að Adam Ægir Pálsson kom boltanum í netið, skot Adams virtist hættulítið en markmaður Þórsara gerði sig sekan um mistök sem kostaði mark. Adam Ægir var aftur á ferðinni á 29. mínútu þegar hann boltann gaf fyrir mark Þórs og þar var Helgi Þór Jónsson mættur til að afgreiða hann í netið, 2:0 fyrir Keflavík. Skömmu síðar fékk Frans Elvarsson að líta seinna gula spjaldið sitt í leiknum fyrir að toga leikmann Þórs niður, þar með var Frans rekinn í sturtu og Kefl- víkingar manni færri það sem eftir lifir leiks. Við þetta jókst pressa Þórsara jafnt og þétt en án árangurs og Keflavík leiddi 2:0 í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel fyrir Keflvíkinga sem fengu dæmda á sig víta- spyrnu á 48. mínútu sem Þórsarar skoruðu úr og minnkuðu muninn í eitt mark. Áfram hélt Þór að pressa og sókn þeirra þyngdist en Keflvík- ingar þjöppuðu sér saman og vörðust vel. Keflvíkingar áttu sín færi þrátt fyrir að liggja mestmegnis í vörn og allt sem kom á rammann varði Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður Kefl- víkinga og þeirra besti maður. Á 82. mínútu versnaði útlitið fyrir Keflavík þegar Kian Williams fékk reisu- passann og Keflvíkingar tveimur færri síðustu mínúturnar en Þór náði ekki að nýta sér liðsmuninn og lauk leiknum 2:1 fyrir Keflavík sem lyfti sér upp í þriðja sæti Lengjudeildarinnar með sigrinum. Lengjudeild karla: Keflavík sigraði tveimur færri Það var baráttuglatt lið Keflvíkinga sem mætti Þór frá Akureyri á Nettóvellinum í fimmtu umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Keflvíkingar mættu ein- beittir til leiks og hófu hann af krafti. Helgi Þór búinn að koma boltanum í netið. Keflvíkingar æfðu golfsveifluna. Adam Ægir lét vaða fyrir utan teig og skoraði fyrsta mark leiksins. 24 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.