Víkurfréttir - 15.07.2020, Síða 27
... ég vil meina að
við eigum bestu
stuðningsmenn
deildarinnar.
Maður fann orkuna
eftir Grindavíkur
leikinn, hvað hún
var frábær og hvað
allir flykktust á
bak við liðið ...
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
– Þú ert í toppformi núna,
er það ekki?
Jú, mér líður mjög vel og er alltaf
að reyna að bæta mig. Ég vil ennþá
ná langt og þó maður sé orðinn
þetta gamall [23 ára] þá vill maður
ennþá getað afrekað eitthvað í
þessu (þarna benti blaðamaður
Sindra á að Dino Zoff hafi verið
fertugur þegar hann varð heims-
meistari með Ítölum, 23 ára væri
enginn aldur fyrir markmann).
Maður segir bara svona segir
Sindri og hlær. Ég stefni lengra en
Keflavík er frábær vettvangur fyrir
mig að vera á núna og ég er stoltur
að vera að taka þátt í þessu enn
eitt árið. Við höfum ekkert falið
það í undirbúningnum að við erum
eitt af þessum liðum sem stefnir
á annað af þessum sætum í efstu
deild. Við megum ekki misstíga
okkur oft, ég meina við munum
tapa stigum en þá verðum við að
koma strax til baka eins og við
gerðum núna.
– Þið mætið Þrótti í næsta leik,
það er væntanlega leikur sem má
ekki vanmeta.
Nei, lúmskerfiður leikur þar sem
þeir eru búnir að tapa fyrstu fimm
leikjum sínum og eru væntanlega
dýrvitlausir að sækja einhver stig.
Við verðum að fara af fullum huga
í þann leik annars fer illa, þeir
eru með fínan mannskap og við
töpuðum fyrir þeim heima í fyrra.
Þetta er skyldusigur en við megum
ekki fela okkur á bak við það, við
verðum að sækja þessi stig.
Að lokum vil ég fá að hrósa
stuðningsmönnum okkar, ég vil
meina að við eigum bestu stuðn-
ingsmenn deildarinnar. Maður
fann orkuna eftir Grindavíkur-
leikinn, hvað hún var frábær og
hvað allir flykktust á bak við liðið.
Frábært andrúmsloft og maður
verður að hrósa öllu þessu liði sem
nennir að mæta og horfa á okkur
sama hvað.
Sindri leiðir Keflvíkinga í fagni inni í klefa eftir leik
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 27