Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 30

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 30
Leikurinn gegn KF fór rólega af stað og í raun var fyrri hálfleikur bragðdaufur í meira lagi. Nánast það eina markverða í fyrri hálfleik gerðist á 12. mínútu þegar Bergþór Ingi Smárason fékk óvænta send- ingu inn fyrir vörn KF og afgreiddi boltann í netið, 1:0 fyrir Njarðvík. Seinni hálfleikur byrjaði með látum, fyrst fengu Ólafsfirðingar tækifæri til að jafna þegar Njarð- víkingar björguðu nánast á mark- línu. Skömmu síðar var mikill darraðadans upp við mark KF þar sem Ólafsfirðingar björguðu líka á línu eftir skot Sean de Silva en Atli Freyr Ottesen Pálsson hirti frákastið og skoraði (49’), 2:0 fyrir Njarðvík. Njarðvík virtist hafa tök á leiknum þótt gestirnir reyndu að bæta í sóknarleik sinn en á 67. mínútu varð Arnar Helgi Magnús- son fyrir því óláni að skora í eigið mark, staðan 2:1 og leikurinn gal- opinn. Njarðvíkingar höfðu átt skalla í slá úr hornspyrnu skömmu fyrir sjálfsmarkið og fengu fljótlega eftir markið tækifæri til að bæta við þriðja markinu þegar Bessi Jó- hannsson, sem var nýkominn inn á, komst í gott færi en skot hans rataði ekki á rammann heldur fór rétt framhjá. Sanngjarn sigur Njarðvíkinga varð útkoman en hefði lítið mátt út af bregða til að ekki færi illa. 2. deild karla: Njarðvíkingar aftur á beinu brautina Bergþór Ingi sallarólegur eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Á efri myndinni er boltinn á leið framhjá markveði KF sem getur fátt annað en að baða út öllum öngum. Ari Már Andrésson með skalla í þverslánna. 30 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.