Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 31

Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 31
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAFULLTRÚI Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Íþrótta- og tómstunda- fulltrú gegnir lykilhlutverki í skipulagningu og umsjón með öllu tómstundastarfi í sveitarfélaginu, jafnt fyrir unga sem aldna. Forvarnir er mikilvægt leiðarljós í starfinu. Íþrótta- og tómstundafulltrúi er tengiliður sveitarfélags- ins við frjáls félagasamtök á vettvangi íþrótta og tómstunda sem starfa í sveitarfélaginu og ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárhagsheimildir og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Verksvið: • Forstöðumaður Borunnar, félagsmiðstöðvar unglinga, og er næsti yfirmaður starfsfólks. Sinnir reglubundinni viðveru á opnunartíma samkvæmt nánara samkomulagi • Hefur umsjón með og veitir forstöðu félagsstarfs eldri borgara • Vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur grunn- skólans, og hefur þar reglubundna viðveru þar sem tengslin við nemendur og starfsfólk eru efld • Er tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstunda- starfsemi í sveitarfélaginu, á grundvelli samstarfs- samninga milli sveitarfélagsins og viðkomandi félags • Hefur umsjón með og samræmir allt forvarnar- starf, einkum er snýr að börnum og ungmennum • Er tengiliður og umsjónarmaður með verkefn- unum Heilsueflandi samfélag og Barnvænt sam- félag, sem sveitarfélagið tekur þátt í • Tekur þátt í skipulagningu og framkvæmd við- burða á vegum sveitarfélagsins, í samstarfi við menningarfulltrúa • Situr fundi Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við for- mann hennar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi er starfsmaður nefndarinnar, auk menningarfulltrúa Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði kennslu, íþrótta og tómstunda • Farsæl reynsla af íþrótta- og tómstundastarfi • Óbilandi áhugi á velferð íbúa sveitarfélagsins, og hæfni til að eiga góð og uppbyggileg samskipti við alla aldurshópa • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnu- brögðum • Áhersla á færni og lipurð í samskiptum, við alla aldurshópa Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Um fullt starf er að ræða. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Starfsmannahandbók ásamt starfsmannastefnu sveitarfélagsins má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, netfang asgeir@vogar.is Umsóknarfrestur er til 24. júlí 2020. Umsóknum skal skilað á netfangið skrifstofa@vogar.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að lokinni ráðningu. Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 31 Atli Freyr skoraði seinna mark Njarðvíkinga eftir að KF bjargaði á marklínu. Sean de Silva var nærri því að skora. Bergþór Ingi var öflugur í leiknum, skoraði mark og var duglegur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.