Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 33
2. deild karla:
Víðir vann
á Dalvík
Lærisveinar Hólmars
með mikilvægan sigur
Íslandsmótið hefur ekki farið
vel af stað hjá Víðimönnum í 3.
deildinni í ár. Eftir fjórar umferðir
höfðu þeir tapað þremur leikjum
og unnið einn og sátu fyrir vikið í
tíunda sæti deildarinnar. Markmið
þeirra var að vera í efri hluta 2.
deildar í sumar en Víðir teflir fram
mjög breyttu liði frá síðasta tíma-
bili og spurning hvort leikmenn
séu ennþá að læra inn á hvern
annan. Varnarleikurinn hlýtur
að vera áhyggjuefni hjá Hólmari
Erni Rúnarssyni, þjálfara Víðis,
en í síðustu tveimur leikjum fyrir
Dalvíkurleikinn fékk Víðisvörnin
níu mörk á sig, sex gegn Fjarða-
byggð og þrjú gegn ÍR. Í viðtali
við Víkurfréttir eftir fyrsta leik í
deildinni var hann einmitt ósáttur
við hve auðveld mörk voru skoruð
gegn þeim og eftir fimm umferðir
hafa Víðismenn fengið flest mörk
á sig , þrettán talsins, ásamt botn-
liðunum Dalvík/Reyni og Völ-
sungi.
Leikurinn á Dalvík
byrjaði vel hjá Víðis-
mönnum og þeir komust
yfir snemma í leiknum,
þar var að verki Jose
Luis Vidal Romero á 4. mínútu.
Edon Osmani, sem er á láni frá
Keflavík, bætti um betur á 22.
mínútu og tvöfaldaði forystu Víðis.
Staðan 2:0 í hálfleik.
Snemma í seinni hálfleik náði-
Dalvík/Reynir að minnka muninn
með marki á 49. mínútu. Vörn
Víðis hélt út leikinn og með því
landaði Víðir mikilvægum stigum
og hækkaði sig upp í níunda sæti á
stigatöflunni.
ATVINNA
Blaðberi óskast hjá
Morgunblaðinu.
Einnig til
sumarafleysinga.
Upplýsingar veitir
Guðbjörg í síma
8609199
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 33
Romero skoraði
fyrsta markið gegn
Dalvík/Reyni.
Hér er hann í
leik Víðis gegn
Ólafsfirðingum í
annari umferð.
Mynd: Facebook-síða Víðis