Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 34

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 34
3. deild karla: Reynismenn á markaskónum Reynir tók á móti Hetti/Huginn á BLUE-vellinum í dag í 3. deild karla og þar kom nýjasti liðsmaður Reynis við sögu. Magnús Sverri Þorsteinsson gekk frá félaga- skiptum í Reyni á lokadegi félaga- skiptagluggans og hann kom þeim yfir á 10. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Fimm mínútum síðar bætti Magnús öðru marki við, nú úr vítaspyrnu. Staðan 2:0 fyrir Reyni í hálfleik. Magnús Magnússon bætti þriðja marki Reynismanna við á 76. mínútu en undir lok leiksins (87’) minnkaði Birkir Freyr Sigurðsson muninn með marki í eigið net. Úrslitin 3:1 fyrir Reyni og gaman að sjá Magnús Sverri Þorsteinsson aftur á takkaskónum en Magnús lék síðast með Keflavík í Inkasso- deildinni árið 2016. Lengi lifir í gömlum glæðum: Magnús senuþjófurinn á BLUE-vellinum Magnús hafði þetta að segja eftir leikinn: „Já, það var gaman að skora tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum í fjögur ár – gaman að sanna fyrir sjálfum sér að það sé enn eitthvað í tánum. Það var ekki ætlunin að fara á völlinn en ég er að njóta þess að spila fótbolta og ekki skemmir fyrir að skora mörk. Reynisliðið er sterkt í ár og verður gaman að sjá hvar við endum í lok tímabils.“ Magnús sýndi að hann hefur engu gleymt, hér skorar han n beint úr aukaspyrnu og á efr i myndinni reynir markvörðu r Hattar/Hugins að ná til knatt arins ... án árangurs. Fyrsta mark Magnúsar síðan 2016. Seinna mark Magnúsar kom úr vítaspyrnu. VF-myndir: Hilmar Bragi Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. 34 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.