Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Síða 38

Víkurfréttir - 15.07.2020, Síða 38
Svanur Már Scheving er mikill íþróttamaður í Reykjanesbæ og er í 3N þar sem hann er að hjóla, synda og hlaupa og hefur verið í þeim félagsskap í nokkur ár. Í vor fékk Birna Hrönn, kærasta hans, þá hugmynd að fara hringinn í kringum Ísland. Hún ætlaði að synda í öllum vötnum við hring- veginn og bauð Svani að koma með. Hann ákvað því að slá til og hjóla hringinn. Birna dregur því tjaldvagn eftir hringveginum sem þau nota sem gistiaðstöðu en Svanur er að hjóla ríflega 100 kílómetra á dag, jafnvel alveg 140 kílómetra. Þegar Víkurfréttir heyrðu í Svani var hann nýkominn á Reyðarfjörð og ferðalagið var búið að ganga vel. Hann sagði að það væru fáir ferða- menn á ferli. Hann hafi aðeins hitt á fimm hjólandi ferðamenn á leið sinni frá Reykjanesbæ og til Reyðarfjarðar. Hann var þá að ljúka við að hjóla 750 km. á sex dögum en leiðin sem Svanur fer um landið er 1.500 km. Svanur og Birna ætla að gefa sér hálfan mánuð í hringferðina. Hún syndir í öllum vötnum sem verða á vegi þeirra. Á Facebook- síðum þeirra má sjá myndir og myndskeið þar sem Birna syndir m.a. í Jökulsárlóni á Breiða- merkursandi og á fleiri stöðum í magnaðri íslenskri náttúru. Birna er vön sund- kona, er heims- meistari í sínum aldurs- flokki í íssundi og er búin að vera í mörg ár í þessu. Selir og hvalir hafa alveg látið Birnu í friði þegar hún er að synda í sjó og vötnum en í einu sundi á hringferðinni gerði svanur, þó ekki Svanur Már, Birnu lífið leitt og réðst að henni. Hún komst þó ósködduð úr þeirri viðureign. Spurður hvernig sé að hjóla úti á vegunum í dag þá segir Svanur að það sé mikið af Íslendingum á ferðinni. Svanur hefur haft þá reglu að fara af stað klukkan sex á morgnanna og umferðin sé ekki að byrja fyrr en um tíu leytið. Þau hafa hreppt allskonar veður á ferðalaginu. Suðurströndin var sólrík en á dagleiðinni að Reyðar- firði þá var mikill vindur. Svanur er að ná að hjóla á 25–30 km. Svanur Már hjólar hringveginn og Birna syndir í öllum vötnum á sömu leið Hjóla og synda hringinn Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is 38 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.