Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 64

Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 64
Dróninn er bylting fyrir ljósmyndara Víkurfréttir birtu viðtal við kappann fyrir nokkrum árum, rétt áður en Jón eignaðist dróna eða flygildi. Hann segir að það hafi verið alger bylting að eignast dróna. „Þetta er nýtt líf fyrir ljós- myndarann. Með drónanum getur maður gert hluti sem ekki er hægt annars. Mesta byltingin er þetta nýja sjón- arhorn sem maður fær. Ég sendi drónann oft út á sjó og fylgi bátum sigla inn inn- siglinguna í Grindavík. Svo næ ég þeim stundum draga inn veiðarfærin, línuna eða dragnótina. Þetta er allt ansi myndrænt og skemmtilegt.“ Jón segir að fyrstu mynd- irnar með dróna hafi ekki verið góðar en með meiri ástundun sé þetta orðið ágætt. „BBC fékk myndir frá mér í fyrra. Sjónvarpsstöðin var að gera þátt sem fjallar um það sem Bretar kaupa og selja á einum degi. Sú dagskrá tengdist auðvitað Íslandi en þeir kaupa m.a. mikið af fiski frá Grindavík,“ segir Jón en hefur hann ekki lent í neinum vandræðum með drónann? Lenti í sjónum „Ég er búinn að „krassa“ einum dróna. Sá fyrsti sem ég eignaðist lenti í árekstri við bát þegar ég var að mynda annan á leið inn í höfn. „Þetta var fyrir klaufa- skap í mér, ég gerði smá flugmannsmistök og tapaði þeim dróna beint í höfnina. Ég var að fylgja nýjum Ein- hamarsbáti eftir hérna inn höfnina, á kambi hinum megin. Svo horfi ég bara á skjáinn og flýg eftir honum og sný á hlið og svo bara verður allt svart. Um leið og ég leit upp þá sá ég að bát- urinn Sighvatur var að fara út ... og tapaði drónanum beint í sjóinn. Ég var mest svekktur yfir að hafa tapað minniskortinu með öllum myndunum í fullum gæðum. Það fór allt í sjóinn. En maður lærir af mistökunum og ég fór strax daginn eftir og keypti mér nýjan reyndar og hef verið með hann síðan.“ Hvað með netsambandið við drónann, er það alltaf í lagi? Ég missi stundum netsam- band við drónann og fyrst þegar það var að gerast varð ég áhyggjufullur en hann kemur alltaf aftur. Er eins og hlýðinn hundur,“ segir okkar maður og hlær. Ljósmyndir og myndskeið Jón tekur bæði ljósmyndir og video á drónann. Klippir saman myndskeið og setur tónlist með en hann notar líka fínu Canon-myndavé- lagræjurnar sínar í ljós- myndunina. Á fullt af linsum, breiðar og langar. Hann birtir mikið magn af bátamyndum á Facebook- síðunni ‘Bátar og bryggju- brölt’. Hann fær oft mikil viðbrögð þegar hann birtir myndirnar og sumar hafa fengið 50 til 60 þúsund flett- ingar sem er mjög mikið. Bæjarbúar í Grindavík og fólk í sjávarútvegi fylgist vel með Jóni enda er hann dug- legur að birta myndir sem tengjast fiski og bátum. Hann segir að hann hafi oft verið hissa á því hvað margar konur væru að „kommenta“ á síðunni en þá kom það auð- vitað í ljós að eiginmennirnir voru að nota Facebook- reikning eiginkonunnar. „Ég er mjög oft stopp- aður í Grindavík. Bæjarbúar eru ánægðir þegar ég er að birta myndir og myndskeið.“ Hann segist líta á það sem samfélagslegt verkefni hjá sér að auglýsa bæinn sinn. Jón myndar líka landslag en ekki fólk. Hann tekur græjurnar með sér þegar hann fer í frí og út á land. „Ég er hræddur um að ég gleymi frekar konunni,“ segir hann og hlær. „Nei, nei. Hún sýnir þessu brölti mínu mikinn skilning og fyrir það er ég þakklátur. Það er nauðsyn- legt að hafa góða konu á bak við sig,“ segir Jón Steinar. „Þetta er nýtt líf fyrir ljósmyndarann. Með drónanum getur maður gert hluti sem ekki er hægt annars. Mesta byltingin er þetta nýja sjónarhorn sem maður fær.“ Páll Ketilsson pket@vf.is 64 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.