Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 72
bílstjórans, bílnúmer, hvert skal
haldið, staðfesting á hótelbókun
í Kathmandu og svo flugi þaðan
úr landi. Enginn vildi taka áhættu
að keyra okkur til Kathmandu án
leyfis þar sem það þýddi að við-
komandi missti bílprófið, bíllinn
yrði tekinn og allt að tveggja ára
fangelsisvist.
Máttum alls ekki láta
mikið á okkur bera ef
við yrðum stoppuð
Loksins eftir margra klukkustunda
bið fengum við sent leyfisbréf frá
þýskum stjórnvöldum. Við höfðum
misst af fyrri flugunum en ef við
kæmumst í tæka tíð myndum við
vonandi ná þeim seinni daginn
eftir. Það sakaði alla vega ekki að
reyna. Hópurinn minn var allur
listaður í þau flug en það gekk erf-
iðlega að koma mér á þann lista. Ég
var eini Íslendingurinn sem var að
reyna að komast í burtu frá Nepal
að ég best vissi. Bílstjórinn sem
við vorum búin að vera í sambandi
við kom fljótt og við þurftum að
vera snögg. Leyfisbréfið sem við
vorum með í höndunum var ein-
göngu ætlað Þjóðverjum. Ég, ásamt
tveimur frönskum vinum mínum,
máttum alls ekki láta mikið á okkur
bera ef við yrðum stoppuð. Það
gæti allt farið á versta veg því við
vorum ólögleg í bifreiðinni.
Þegar við keyrðum í gegnum
Pokhara var eins og að keyra í
gegnum draugabæ. Allt var lokað
og fólk sást varla. Einstaka sinnum
sá maður glitta í nokkra einstakl-
inga út á svölum sem störðu mjög
hissa á bílinn. Útgöngubannið var
strangt og það vissu allir.
Stoppuð af löggunni og
með hjartað í buxunum
Við enda Pokhara stóð lögreglan
vörð og stoppaði okkur. Ég og
franska parið snarþögðum. Bíl-
stjórinn sýndi leyfisbréfið og var
svo kallaður inn í tjald til að gera
grein fyrir sér og okkur og var þar
í dágóðan tíma. Hann kom loksins
til baka ásamt lögreglunni sem
leit inní bílinn þar sem við sátum
með hjartað í buxunum. Lögreglan
kinkaði kolli hleypti okkur í gegn
og við gátum andað léttar.
Löng bílferð var framundan á
ójöfnum fjallavegum. Ferðin átti að
taka átta klukkustundir en vegna
engrar umferðar þá tók aksturinn
fjórar klukkustundir. Ég held að
við hefðum átt mjög erfitt með
lengri bílferð þar sem loftræstingin
virkaði ekki og við sem sátum
aftast vorum við það að kasta upp
þegar komið var til Kathmandu.
Engan mat að fá
Í Kathmandu voru göturnar sömu-
leiðis tómar eins og annars staðar.
Við bókuðum gistingu til að ná
hvíld áður en við myndum reyna
á flugið daginn eftir. Tveir yndis-
legir drengir tóku á móti okkur á
hótelinu. Engan mat var hægt að
fá þar sem allt var lokað en þeir
buðust til að steikja handa okkur
hrísgrjón. Við vorum öll orðin
ótrúlega svöng enda áliðið og við
höfðum ekkert borðað síðan um
morguninn. Hvít hrísgrjón með
smátt skornu grænmeti ásamt
tómatsósu var á boðstólnum. Við
vorum afar þakklát þar sem við
fundum að mikill kærleikur var
lagður í matinn. Kvöldið var nota-
legt og við nutum þess að borða
og spjalla frameftir þar sem þetta
voru mögulega síðustu stundirnar
okkar saman í bili.
Hann kom loksins
til baka ásamt
lögreglunni sem
leit inní bílinn þar
sem við sátum með
hjartað í buxunum.
Lögreglan kinkaði
kolli hleypti okkur
í gegn og við gátum
andað léttar.
72 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.