Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 74

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 74
Hann fór með blaðið til konunnar sem kallaði upp nöfn farþeganna. Það leið smástund þar til nafnið mitt var kallað upp þá lang- síðust. Ég hljóp inn beint í fangið á hópnum mínum og mig langaði helst að gráta úr gleði. Langt ferðalag framundan Eins og ég áður nefndi var flugið upphaflega fullt en þar sem greini- lega fleiri en við áttu í erfiðleikum með að ferðast til Kathmandu þá losnuðu sæti. Langt ferðalag var framundan til Doha og þaðan til Frankfurt. Bryndís systir var svo ótrúlega hjálpsöm að vera í sam- bandi við borgarþjónustuna hérna heima og reyna að finna leið til að komast frá Frankfurt til Íslands þar sem ég væri föst í flugi næstu fimmtán klukkustundirnar. Þegar ég lenti í Frankfurt var allt klárt og Bryndís búin að liggja sveitt yfir að finna flugmiða heim. Á stigi bugunar Á stigi bugunar eftir annasama daga náði ég að hvíla mig á hóteli skammt frá flugvellinum. Morg- uninn eftir var ferðinni haldið til London. Flugvöllurinn var nánast tómur og allt gekk nokkuð hratt fyrir sig. Þegar ég steig um borð tók á móti mér hlýlegt bros sem ég skynjaði í gegnum andlitsmaskann. Flugfreyjan heilsaði mér á íslensku og benti á passann minn. Mikið var gott að finna fyrir rótunum sínum og það helltist yfir mig vellíðunar- tilfinning. Þessi yndislega flug- freyja hugsaði vel um mig og við áttum gott spjall sem ég þurfti svo sannarlega á að halda á þessum tímapunkti. Spritt, handþvottur og maskinn á sínum stað Aðeins eitt flug eftir! Flugið frá London og heim gekk vel fyrir sig. Ég trúði varla að þetta hefði Ævintýraför frá Nepal til Íslands 74 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.