Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Síða 75

Víkurfréttir - 15.07.2020, Síða 75
allt saman gengið upp. Spritt, hand- þvottur og maskinn á sínum stað á leið í tveggja vikna sóttkví. Mamma var mætt upp á flugvöll til að taka á móti mér. Með tvo metra á milli okkar brast ég í grát yfir ástandinu og fannst mjög erfitt að geta ekki faðmað hana eftir mánaðar fjarveru. Sonur minn, Jökull, var staddur hjá pabba sínum og stjúpmömmu þegar ég lenti. Hann var alveg að fara að verða stóri bróðir. Við vissum að við gætum ekki notið návistar hvors annars næstu tvær vikurnar þar sem mér var ætlað að vera í sóttkví. Við vildum passa okkur extra vel sérstak- lega vegna þessa. Ég fór fyrir utan hjá honum því mig langaði svo að sjá hann. Hann stóð í dyragættinni og ég út á miðri götu. Ég bað hann að halda utan um sjálfan sig loka augunum og ímynda sér að ég væri að faðma hann. Ég gerði það sama. Einsömul í sveitina Ég fór einsömul í sveitina til að klára mína sóttkví. Ég er svo lánsöm að fjölskyldan á fallegu jörðina Öxl á Snæfellsnesi þar sem ég naut ein- verunnar í tvær vikur. Dagarnir ein- kenndust af símtölum, gönguferðum, sjósundi og brimbretti. Ég bjó til kennslumyndbönd um öndunar- æfingar og jóga sem ég deildi á Fa- cebook. Ég undirbjó einnig opnun Jógahlöðunnar sem er staðsett á Öxl. Náminu frá Nepal var ólokið vegna aðstæðna en ákveðið var að klára síðustu fjóra dagana í gegnum net- miðla. Það var gott utanumhald þegar ég byrjaði sóttkvína og var þá í raun auðveldara að vera í góðri rútínu. Ég stundaði mína jógaiðkun mjög skipulega og hélt nokkurn veginn í dagskrána mína eins og hún var í Nepal. Nú svara ég kallinu með glöðu Ég er hjúkrunarfræðingur og vinn á slysa- og bráðamóttökunni á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Fram að þessum tíma og undanfarin þrjú, fjögur ár hef ég verið þar í hlutastarfi ásamt öðrum vinnum eins og flug- freyjustarfi hjá Icelandair og jóga- kennslu, bæði hér heima og erlendis. Nú svara ég kallinu með glöðu að vinna á HSS eins mikið og mín er þarfnast. Þá mun ég vera í sjálfskip- aðri sóttkví fyrir utan mínar vaktir og ætla svo sannarlega að njóta þess að vera með syni mínum þessa örfáu daga milli sóttkvíar og fyrsta vinnudagsins sem er næstkomandi föstudag. Hann stóð í dyragættinni og ég út á miðri götu. Ég bað hann að halda utan um sjálfan sig loka augunum og ímynda sér að ég væri að faðma hann. Ég gerði það sama. Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.