Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Qupperneq 84

Víkurfréttir - 15.07.2020, Qupperneq 84
borðar morgunmat. Ég fylgist með fréttum á báðum stöðum og rífst yfir pólítíkinni alveg jafnt á Íslandi sem og Englandi.“ Sigrún segist vera mjög náin fjölskyld- unni sinni. „Við erum virkilega góðir vinir og höldum miklu sambandi, sem er afskap- lega auðvelt að gera með nútímatækni. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þegar ég flutti til London átti ég samskipti við mömmu og pabba með gamaldags bréfa- skrifum og nú „hittumst“ við mamma í kaffi á hverjum degi og horfum framan í hvora aðra „í beinni“. Ég hef líka alltaf haldið „pro- fessional“ sambandi við landið. Ég byrjaði að kenna við Listaháskólann 2002 og held námskeið fyrir tónlistarkennara og stjórn- endur á hverju sumri. Svo er ég líka fengin í alls kyns önnur verkefni á landinu þegar ég kem því við. Til dæmis stjórnaði ég 600 manna barnakór í Hörpu 2018. Þetta var á samnorrænu kóramóti, Norbusang, þar sem ég hafði samið nýtt tónverk af þessu tilefni en skilið eftir eyður svo þátttakendur gætu hjálpað mér að klára að semja verkið. Það var mjög krefjandi en skemmtilegt. Ég kem með börnin mín á hverju sumri og svo erum við öll á Íslandi önnur hver jól. Að auki kem ég reglulega í vinnuferðir. Nú er bara að vona að það geti haldið áfram eftir Covid.“ Íbúðarhús frá Viktoríutímabilinu – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum í London? „Fyrir utan fyrsta árið mitt í London, hef ég búið nánast á sama punktinum, rétt í nágrenni við Crystal Palace síðan ég flutti hingað. Fyrst í íbúð sem ég leigði með vinum mínum á námsárunum og svo í tveimur leiguíbúðum með Paul. Við keyptum svo íbúð í hefðbundnu íbúðar- húsi frá Viktoríutímabilinu í Sydenham 2003. Okkur bauðst svo að kaupa efri hæðina nokkrum árum síðar. Við leigðum efri íbúðina í nokkur ár en þegar börnin tvö voru farin að stækka, og okkur fór að vanta meira pláss, létum við færa húsið aftur í sitt upprunalega horf og breyta íbúðunum tveimur í eitt hús. Þetta er afskaplega notalegt hverfi þar sem við erum umkringd yndislegum ná- grönnum og fallegum almenningsgörðum í allar áttir. Hverfið er einstaklega grænt og auk almenningsgarðanna erum við með villtan skóg í fimmtán mínútna göngufjar- Oft er ég í stórkostlega ólíku umhverfi á einum og sama deginum. Sem dæmi get ég nefnt dag fyrir nokkrum vikum þar sem ég byrjaði daginn á fundi í skýli fyrir mjög viðkvæmt heimilislaust fólk, kenndi svo í Guildhall-tónlistarháskólanum um hádegið og endaði daginn í fátækrahverfi í nágrenni Northampton þar sem ég var að semja lög með börnum og unglingum ... Með stjúpdætrum, mökum og dótturdóttur: „Þessi mynd var tekin sumarið 2018 þegar tvær af þremur stjúpdætrum mínum, ásamt mökum og dótturdóttur, komu með okkur í frí til Íslands. Þetta var yndislegt frí og hálfgert ættarmót þar sem við, mamma, bræður mínir og fjölskyldur dvöldum öll saman í bústöðum við Flúðir í tvær nætur en fyrst forum við, „enska útibúið“, til Víkur og skoðuðum suðurlandið. Á myndinni eru f.v.: Sigrún, Paul, Rhys Ragnar, Matt Pardy, Ed Cooper, Alex Cooper, Emillie Griffiths-Brown, Sædís Rhea og í fanginu á henni, Francesca Griffiths-Brown. Á myndina vantar Bellu May og Sam Muller, manninn hennar, en þau komu ekki með í þessa ferð (á síðustu vikum hafa tvær dótturdætur bæst í hópinn, aðra þeirra höfum við ekki náð að hitta því hún fæddist eftir að útgöngubann var sett á). 84 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.